<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 03, 2010
  Heill og sæll, óupplýsti skríll.

Enn eina ferðina ganga lömbin í réttina. Enn eina ferðina reyna vongóðir forystusauðir að tæla jarmandi múginn til fylgis við sig með því að hvísla að honum fögrum orðum og gylliboðum. Þeir vonast til að æstur og ruglaður kindafjöldinn muni í stundabrjálæði og fávisku fylgja þeim og kjósa þá sem foringja sína. Þeir kalla það að vera fremstir meðal jafningja en munið að í hugum þeirra sem sækjast eftir völdum er aðeins einn hlut að finna; ofsafengna valdsýki.

Því eruð þið heppin að þið eruð ekki ein á þessum óvissutímum. Eins og í öllum réttum eru hundar á sveimi sem eru tilbúnir til að leiða alla afvegaleidda sauði aftur á rétta braut. Þessir hundar hika ekki við að glefsa rétt í þá fávísu sauði sem halda að þeir séu fremri öðrum á nokkurn hátt. Þetta eru meira en venjulegir fjárhundar, hér eru á ferðinni hundar sem standa vörð um mannréttindi, lýðræði og berjast gegn spillingu. Það eru þeir sem heyja baráttu gegn spilltum einræðiskandídötum á bak við tjöldin. Þeir eru varðhundar lýðræðisins.

Í þetta skiptið verður engin spilling í Menntaskólanum. Hver sá sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu skal dreginn upp á yfirborðið. Hann skal vera hvítþveginn og smáður fyrir framan augu sauðanna sem hann þráði að gera að verkfærum sínum. Kæru sauðir, þið getið sofið rólegir; hin vökulu augu varðhundanna hafa vaknað.

Nú erum við mættir:




Og eitt enn. Þótt þessi síða fjalli um fólk og málefni innan Menntaskólans í Reykjavík er hún á engan hátt tengd skólanum eða undir honum komin. Svo þið getið fokking gleymt því að klaga í Maríu Björk.

Passið ykkur á myrkrinu,
Hundarnir




 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger