Hin sjálftitlaða Tease Scholae, Anna Margrét Steingríms, ætlar að grafa undan rótgrónum hefðum sem haldist hafa óbreyttar innan veggja skólans árhundruðum saman. Eins og mörgum er kunnugt um var haldinn skólafundur í gær þar sem m.a. var lögð fram lagabreytingatillaga af Önnu Margréti þar sem hún lagði til að quaestor þyrfti ekki að bjóða sig fram úr 4.bekk heldur mætti einnig bjóða sig úr eldri árgangnum. Anna er sjálf í 5.bekk og þykir mönnum ansi líklegt að hún ætli að reyna að hrifsa til sín embættið, með hjálp Eiríks Ársælssonar hjartaknúsara úr 4. bekk. Eiríkur sagði einmitt sjálfur í viðtali við Varðhundana
"Hún talar aldrei við mig. Stundum líður mér eins og hún sé bara að nota mig."
Tillagan var þó felld í gær en þegar maður þekkir réttu mennina er að sjálfssögðu hægt að teygja á lýðræðinu. Eftir vægast sagt vafasamt ferli var kosningin gerð ógild og kosið aftur í dag. Þá voru samankomnir allir vinur Önnu og viti menn, tillagan gekk í gegn.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Anna fer í kringum kosningar en mörgum er það í fersku minni þegar Anna, sem er í 5.bekkjarráði, hagræddi kosningunum um áfangastað útskriftarferðar 5.bekkjar eftir sinni hentisemi. Annað kunnugt dæmi um embættisstörf Önnu í 5.bekkjarráði eru MR-fötin frægu sem hafa ekki látið sjá sig í allan vetur en dúkka svo skyndilega upp tveimur vikum fyrir kosningar.
Við viljum minna á að ástæðan fyrir því að ríkjandi Quaestor sitji í 5.bekk er svo að hann geti setið fyrir svörum varðandi fjármál Skólafélagsins að hausti til. Spurning um Önnu Margréti sé treystandi fyrir fjármálum Skólafélagsins þegar hún sjálf getur látið sig hverfa að hausti með fjársekk Skólafélagsins að ránsfeng.
Mun "Anna Margrét" splæsa fyrsta umgang í útskriftarferðinni?