<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 07, 2010
  Fréttir hafa borist af frambjóðendum í embætti Forseta Framtíðarinnar. Varðhundarnir hafa ákveðið að kafa ofan í saumana og segja ykkur aðeins nánar frá þessum aumingjum.


Magnús Karl:

Magnús Karl er gamall Vestmannaeyjingur. Strax í þriðja bekk varð hann áberandi eftir að hann var krýndur Orator Busi og stofnaði sama kvöld spjallþráð á skólafélagssíðunni sem tryggði það að enginn í skólanum velktist í vafa um það hver hefði unnið keppnina.

Það var síðan í embættistmannaferðinni í fyrra sem Magnús Karl sýndi hvers hann er megnugur þegar hann reyndi ítrekað að berja Jóhann Sindra Hansen, núverandi meðlim Bingó-hópsins, sem er einmitt 40 kg léttari en þrekboltinn hann Magnús Karl.

Í ár hefur hann farið mikinn á Skólafélagssíðunni þar sem hann meðal annars hótaði að berja busastrák fyrir það eitt að tjá skoðun sína. Magnús Karl hefur einnig verið skjöldur sjálfsagðra réttinda MRingar. Hann hélt meðal annars málfund um þetta sérstaka málefna þar sem hann og Björn Hjörvar leiddu saman hestana sína og börðust gegn forræðishyggju innan MR. Þar sá Björn Hjörvar um að kvarta og Magnús Karl um að kvarta aðeins meira. Magnús var líka með þeim fyrstu sem gagnrýndu þegar Albert Guðmunds var óréttilega rekinn úr MoRFÍs-liði skólans.

Ferill:

Bjó í Vestmannaeyjum
Orator Busi
Formaður þriðjabekkjarráðs
Lamdi busa í embættismannaferðinni
Menntaskólatíðindi á vormisseri 2009-2010
Leiðindavaki á Skólafélagssíðunni
Ekki í MoRFÍs-liðinu 2009-2010

Einkunn: 10



Hér sést Magnús Karl pungsveittur á Samfés árið 2010 þar sem hann hótaði mörgum ungum strákum barsmíðum.


Albert Guðmundsson:

Lítið er vitað um Albert Guðmundsson, annað en að hann ætlaði upphaflega að fara í MS og tapaði í collegukosningum fyrir ári síðan. Hann ætlaði að koma óþekktur inn og nota the element of surprise sem er þekkt trix í bókinni en brenndi sig heiftarlega á því og það veit ennþá enginn hver hann er.

Ferill:

Ekki í Morfís
Ekki Collega
Menntaskólatíðindi (?)
Alltaf í pool 2009-2010

Einkunn: 9,7


Heimildir Varðhunda herma að Albert líti nokkurn veginn svona út.

Ólöf Eyjólfsdóttir

Eins og skrattinn úr sauðaleggnum sprettur kvenkynsframbjóðandi fram. Minnugir muna eftir því þegar Saga Úlfarsdóttir smellti sér í framboð í fyrra. Verst að Saga vóg ekki eins þungt og Arnór í hjörtum kjósenda og þessvegna náði hún ekki að verða fyrsti kvenkynsforsetinn síðan Svanhvít var og hét. Ólöf kemur hinsvegar úr framtíðarstjórn og er því fyrsti hæfi kvenkynsframbjóðandinn síðan Vigdís Finnbogadóttir. Ólöf fékk mikla athygli í fyrra fyrir það eitt að sjást á skólafélagssíðunni með profile mynd sem minnti óeðlilega mikið á Íslandsvininn og Hjartaknúsarann LL Cool J. Með þessu fangaði hún athygli Péturs Grétarssonar og hann hjálpaði henni svo að komast inn í framtíðarstjórn með öllum sínum ráðum.

Þrátt fyrir að vera í stjórn hefur Ólöf lítið sést í ár þó hún hafi nýlega sést kommenta óvenjumikið á skólafélagssíðuna. Ástæðan fyrir því hve lítið Ólöf hefur sést má líklega rekja til þess að hún hefur verið svo upptekin við að vinna störf Framtíðarstjórnar og afla sér reynslu af setu í þessari stjórn. Heimildir herma að Arnór Einarsson, núverandi forseti, telji hana einn hæfasta, ef ekki eina hæfa stjórnarmeðliminn í ár.

Ferill:

Fyrirmyndar stelpa
Almennt til fyrirmyndar
Herranótt
Skólafélagsspjallari
Framtíðarstjórn
Maðurinn á bakvið Möggu Sveins

Einkunn: 10


Hér sést mynd af Ólöfu við Framtíðarstjórnarstörn.
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger