Þegar nemendur mættu í skólann í dag biðu þeirra bæklingar frá Birni Hjörvari, Arnóri Einars og þeir sem voru heppnir fengu bækling frá Sögu Úlfars þar sem ekki var til nóg fyrir alla (fyrirboði um það sem Framtíðin Sögu ber í skauti sér í kreppunni?). Þarna hefur Björn Hjörvar stimplað peningana sína allrækilega inn með því að gera meira en forsetakandídat en þetta var ekki búið. Í hádeginu gastu farið í cösu og þar sástu eiginlega bara ennþá fleiri bæklinga frá Birni en þegar þú náðir loks að synda í gegnum haf þeirra komstu að sjálfu sakramentinu. Hjá Birni gastu smakkað á yfir 50 nammitegundum, 70 drykkjarvörum, látið klæðskerasauma á þig föt eða fengið erótískt nudd inni í tækjakompunni í cösu. Yfir öllu þessu trónaði Björn Hjörvar og sönglaði nýtt slagorð sitt: „Ég get allt, því ég er ríkur eins kókómalt kappinn Páll Aðalsteinsson var í fyrra“.
Greinilegt er að ekkert er heilagt í þessum kosningum og öllum brögðum er beitt. Ljóst er að Björn kann að eyða peningum, en getur hann séð utan um þá verði hann kvestor? Tobba og Pétur eru í öngum sínum og voru staðin að því fyrr í dag að leita í öllum opnum skúffum og ísskápum á Framtíðarskrifstofunni að mótsvari sínu gegn Birni.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail
Jæja, nú er fyrsti dagur kosningaviku að kvöldi kominn. Varðhundar voru á vappi í dag og tóku púlsinnn á nemendum. Það sem stóð upp úr í dag var kannski helst bæklingaleysi Forseta frambjóðendanna frekar en bæklingar inspectorskandídatanna en þeir voru þó ein af stórfréttum dagsins, enda rosalega lítið um dýrðir á þessum fyrsta degi kosningavikunnar.
Árni Freyr Snorrason fær plus í kladdann fyrir það að vera eini frambjóðandinn sem var búinn að dreifa bæklingum í allar stofur fyrir fyrsta tíma í morgun.
Forsíða
Forsíða Árna virkar fínt á mann þrátt fyrir súran Gamla Skóla í bakgrunn. Traustvekjandi staða, vel hnýttur bindishnútur en þó hálfsmeðjulegt bros. Árni er með fallegan tanngarð og Varðhundar söknuðu hans á myndinni.
Einkunn: A- (Engar ferskar pælingar en er fín á alla kanta þess utan)
Uppsetning
Þegar þú flettir í gegnum bæklinginn er ekkert sem í raun grípur augu þín, nema kannski ágætis mynd af Árna á 2.síðu. Dagatalið er illa staðsett og svolítið crowded þ.a. það fer fyrir ofan garð og neðan og stefnumálin eru illa uppsett og þessi græni áherslulitur, c’mon maður.
Einkunn: F
Meðmæli
Árni bryddar upp á nýjung og hefur stuðningsgreinar í stað hefbðundinna meðmæla (sem birtast þó á umdeildum stuðningsplakötum hans). Hann reynir að sannfæra okkur um að hann sé maðurinn sem Skólafélagið þarfnast með því að fá einhverja Skólafélags”spaða” til að sannfæra okkur um það. Ágætis hugmynd sem léleg uppsetning og biturleiki Ásbjargar ná þó nánast að eyðileggja.
Einkunn: B-
Frumleiki
Það er lítið sem kemur á óvart í þessum bæklingi nema þá kannski baksíðan sem er nokkuð fersk og skemmtileg. Allur bæklingurinn utan hennar fær falleinkunn í frumleika en baksíðan rétt dregur hana upp.
Einkunn: C
Halldór Kristján Þorsteinsson dreifði ekki bæklingum sínum fyrir fyrsta tíma í morgun heldur beið með það fram í 2.tíma. Klúður eða epísk kosningabrella? Enginn veit. Eitt er þó víst og það er það að hvort sem það var skipti það Skapta Jóns litlu sem engu máli hvort bæklingnum var dreift fyrir fyrsta eða annan tíma á mánudagsmorgni.
Forsíða
Ekkert við þessa forsíðu lofar góðu. Staðan á Halldóri er léleg, brosið ósannfærandi og fyrst hann ákvað nú að hafa Gamla Skóla í bakgrunn gat hann þó allavega gert það vel.
Einkunn: F
Uppsetning
Ef horft er framhjá forsíðunni er bæklingurinn mjög vel uppsettur. Straight forward og flottur. Stefnumálin eru vel uppsett og dagatalið og tjekklistinn eru mjög nett. Það eina sem dregur bæklinginn niður er að hafa öll meðmælin alveg eins uppsett í röð, verður þreytt.
Einkunn: A
Meðmæli
Spaðastuðullinn á meðmælum Halldórs er nokkuð hár og hann dreifir fólki vel. Hann nær einnig í annan af forsetaframbjóðendunum, Sögu Úlfarsdóttir. Valið á meðmælendum á lokasíðunni er þó stórfurðulegt, 3 busastelpur, Ívar Sævars og einhver útbrunnin Gettu Betur stjarna sem öllum er DMS um hvern hann styður.
Einkunn: B+
Frumleiki
Lítið er frumlegt í þessum bæklingi nema kannski uppsetning stefnumálanna og myndirnar af Halldóri fyrir ofan. Halldór nær líka þeim merka árangri að hafa 13 myndir af sér í bæklingnum, vel gert.
Einkunn: B-
Þar hafið þið það, álit Varðhundanna á áróðursbæklingum inspectorsframbjóðendanna í ár. Bæklingur Halldórs skoraði fleiri stig í heildina og vann því en það vegur mjög þungt að for- og baksíður Árna taka for- og baksíður í þurran analinn og hver veit nema skinkumellurnar í 3.bekk kjósi aðeins út frá fyrstu skynhrifum og nenni kannski ekki einu sinni að opna bæklingana.