
Varðhundar tóku púlsinn á inspectorsframbjóðendum eftir magnþrungnar kappræður niðri í cösu í dag. Þetta voru þó ekki beint kappræður, heldur meira svona Q&A, eða allavega Q og stundum A. Fyrst ræddum við við Árna Frey og spurðum hann hvað honum fannst.
Árni: Jú, mér fannst þetta bara gaman. Góðar spurningar. Hvet alla til að benda á allt sem ég klúðraði í þessum kappræðum á skittuyfirarna@gmail.com. Maður verður nú að fá að vita hvað fór úrskeiðis og þannig. En annars er ég bara kátur. Góðar spurningar.Varðhundur: Heldurðu að þessar kappræður munu hafa mikil áhrif á kjósendur?Á: Tja, kappræðurnar hjá Gísla og Sindra höfðu auðvitað mikil áhrif í fyrra þannig að það er spurning. Ég er samt ekkert eins og Gísli svo það sé á hreinu. ÉG ER EKKERT EINS OG GILLI BILLI.V: Allt í lagi, nú sagðist þú ætla að taka að þér inspectorslaun, finnst þér það í lagi?Á: Tja, ég meina Gísli gerði það í fyrra og enginn kvartaði. Annars er ég ekkert eins og hann, svo ég veit ekki.V: Finnst þér það að taka að þér inspectorslaun ekki ganga á skjön við það að þú talar um að nýta skuli peningana sem allra best vegna efnahagsástandsins?Á: Jú, það er vissulega rétt en ég hef fundið frábæra hljómsveit sem er reiðubúin að spila á árshátíðinni algjörlega frítt og mun það spara ófáar krónurnar með tilliti til ástandsins. Hún heitir Detention Boyz.V: Í bæklingi þínum lofarðu bættri undirfélagastarfsemi, hvernig fékkstu þessa hugmynd?Á: Satt að segja, þá kom hún til mín í draumi.V: Þakka þér fyrir og gangi þér vel.Á: Takk, hey, værirðu til í að setja hástafi þar sem ég segist ekkert vera eins og Gilli Billi?Við spjölluðum að sjálfsögðu líka við Halldór og spurðum hann hvernig honum liði með kappræðurnar.
Halldór: Róbert Már Runólfsson gerði mig dálítið skelkaðan á tímabili annars er ég mjög sáttur með mína frammistöðu.Varðhundur: Í bæklingnum talar þú um að hver nemandi ætti að fá 3 Sveinbjargarmyndir, hvers vegna telur þú það mikilvægt?H: Sko, þetta er innsláttarvilla. Það á að standa “13”. Ég sýni hversu nett það er að hafa 13 myndir af sjálfum sér í bæklingnum. Ég meina, hversu margar myndir er Árni með af sér? Tvær? Það verður enginn inspector með bara tvær myndir af sér.V: Í bæklingi þínum segirðu að þú sért stundum kallaður Prins hagræðingarinnar, hvaðan kemur þetta heiti?H: Frá besta vini mínum, Daða Helgasyni.V: Þegar þú varst spurður út í Le Futur þá vildirðu bíða með að svara því, af hverju?H: Sko, ég skal lengi tala um Le Futur, það er minnsta málið. Það er ekkert vandamál fyrir mig, eðli málsins samkvæmt, að öllu leyti, þegar allt kemur til alls.V: Uhh ókei… fannst þér verið heiðarlega komið fram við nemendur að markaðsetja hljómsveit á falskan hátt?H:
Sko, málið með Le Futur er að ég ætla að flytja inn Slagsmålsklubben á næsta ári.V: Ég spyr þig aftur, fannst þér þetta heiðarlegt?H: Le Futur er hljómsveit.V: *dæsir*
Þakka þér fyrir og gangi þér vel.H: Nei, þakka þér.Varðhundar hvetja alla til þess að mæta niður í cösu á morgun en þar munu Saga og Arnór etja... af kappi.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/