<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 22, 2011
 

Svívirðileg vinnubrögð kjörstjórnar

Í aðdraganda kosninganna hefur verið sett saman kjörstjórn skipuð þeim Einari Lövdahl, Ragnheiði Björk, Guðnýju Deboru, Pétri Marteini, Ólöfu Eyjólfsdóttur, Jóhanni Páli, Einari Friðrikssyni og Sigurði Helga. Eins og glöggir lesendur sjá eru þetta einmitt þeir stjórnarmeðlimir sem sitja í 6. bekk. Hinum almenna nemanda mætti þykja þetta vera sjálfsagður hlutur en þessi sorglega skipan kjörstjórnar er mesti þyrnir í augum Varðhundanna. Því eins og um flest sem fram fer innan veggja skólans gilda um þessa skipan lög og lögum ber að fylgja. Í lagabálki Skólafélagsins, 35. grein, stendur skýrum stöfum:

“Inspector scholae og tveir menn úr 6. bekk tilnefndir af sjöttabekkjarráði, skipa aðalkjörstjórn og er inspector scholae formaður hennar.

Það gefur auga leið að lögum þessum er ekki framfylgt að neinu leiti þar sem kjörstjórn er skipuð fimm óþarfa einstaklingum og sjö ólöglegum. Varðhundar gera fastlega ráð fyrir því að hið vanhæfa 6.bekkjarráð sé of upptekið við að spóka sig með sínar illfengnu og erlendu stúdentshúfur og hafa eflaust ekki hugmynd um að kosningar séu á næsta leiti og hvað þá áhuga á að sinna skyldustörfum sínum.

Það er því augljóst að inspector vor, Einar Lögdahl, hefur tekið lögin í sínar hendur og myndað kjörstjórn skipaða fylgisveinum sínum til að tryggja að hann hafi endanleg áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Varðhundar biðja enn og aftur nemendur að hafa augun opin því engum er treystandi fyrst að gulldrengurinn hefur brugðist okkur öllum!

Svei þér, Einar Lögdahl!

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger