<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 23, 2009
  Undanfarna daga hafa Varðhundar fundið fyrir mikilli ólgu, óvissu og hreinlega ótta meðal nemenda. Við fórum því á stúfana í þeim tilgangi að finna út hvað veldur öllu þessu.

Okkur bárust ótal vísbendingar á borð við það að nú væri komið að því. Framtíðin ætlaði að stíga skrefið til fulls og í raun væri enginn að spila á Grímuballinu heldur yrði “25 most played“ playlistinn hans Binna bara látinn loop‘a úr spilara. Önnur vísbending var sú að ólga nemenda stafaði af því að frést hafði að hið íðilfagra hár sameiningartákns Menntskælinga, Gísla Baldurs Gíslasonar, væri farið að þynnast. Sem betur fer voru þetta aðeins leiðindaorðrómar sem Gettu Betur strákarnir störtuðu þegar Gísli neitaði loks að borga gullálegg á pizzurnar þeirra. Eftir að hafa komist að því að þessar vísbendingar og nokkrar til áttu sér ekki stoðir í raunveruleikanum römbuðum við á svarið. Við komumst að því hvað veldur þessari taugaveiklun meðal nemenda skólans. Fólk er óvisst um hvort það sé gott að leyfa ´89 kynslóðinni (betur þekkt sem VEÞÖOÞEF-kynslóðin (Við elskum þig og þú ert frábær-kynslóðin)). Fari það þannig að Lummukóngurinn Arnór Einars verði kosinn forseti og Argentíska tangó tröllið Halldór Kristján Inspector sitja menn fæddir 1989 í tveimur stærstu og valdamestu embættum skólans. Spurningin sem fólk er að spyrja hvort annað núna er; „Vita þessir menn hvaða unga fólkið vill?“

Líkt og fyrri daginn svala Varðhundar fróðleiksfýsn nemenda og ákváðu því í þetta skiptið að framkvæma örlitla könnun. Við fundum ónefndar busastelpur og lögðum fyrir þær nokkrar spurningar um áhugamál og félagslífið. Við lögðum síðan sama spurningalista fyrir frambjóðendurna til að sjá hvort þeir vita hvað busastelpur í dag vilja.

Byrjum á busastelpunum:

Varðhundur: „Ef þið mættuð ráða hvað væri í einum hluta cösu, hvað mynduð þið setja þangað?“

Busastelpa: „Ég myndi klárlega setja inn smá stelpu horn, þúst svona kósí horn með snyrtivörum og speglum. Það vantar algjörlega spegla í cösu til að geta speglað sig og tekið myndir af sjálfri sér í. Myspace vika væri líka snilld“

VH: „Draumaatburður í félagslífinu?“

Busastelpa: „Pony ride með hestafélaginu! Eða þúst Grey‘s maraþon og MR next top model raunveruleikasjónvarp í staðinn fyrir þetta bingó þarna“

Næst töluðum við við Arnór Einarsson og fengum svörin hans, munið að hann er að svara út frá því sem hann heldur að busastelpur vilji:

VH: „Ef þið mættuð ráða hvað væri í einum hluta cösu, hvað mynduð þið setja þangað?“

Arnór Einarsson: „Þær vilja klárlega lífga aðeins upp á rýmið og það vil ég líka. Ég myndi t.d. smella einni mynd af Forsetanum upp á vegg, jafnvel life size líkan bara af tjeddlinum. Svo veit ég líka hvernig krakkarnir hugsa; þau vilja fá annað horn sem snýst bara um liverpool og svo myndi ég hefja sölu á lummum í kakólandi.“

VH: „Draumaatburður í félagslífinu?“

AE: „Þessi spurning er of auðveld. Krakkarnir vilja náttúrlega meira persónulegt samband við forsetann sinn. Komist ég til valda ætla ég að skipuleggja einstaklingsviðtöl sem allir nemendur geta nýtt sér. Ég mun þó gera það að skyldu fyrir busastelpur að mæta þar sem vanalega eru það óöruggustu nemar skólans og ég vil hjálpa þeim að skjótast beint á toppinn í félagslífinu, ef þú fattar hvað ég meina. Fleiri draumaatburðir stelpnanna eru t.d. klappstýrulið Róðrafélagsins sem ég ætla að stofna og sjá um að stjórna fyrsta árið allavega. Það þarf bara að refsa þessum tussum, ég er fokking Arnór Einars.“

Jæja, þarna hafið þið það. Nú getið þið, nemendur kærir sjálfir dæmt um það hvort ykkur finnst Arnór vera með á nótunum og vita hvað yngri nemendur skólans vilja sjá gerast.

Varðhundar reyndu einnig að tala við Halldór Kristján en hann svaraði okkur ekki, hann var of upptekinn af því að geyma "Gleði til góðgerðar" peningana í opinni skúffu á gólfi skrifstofu Framtíðarinnar. Við náðum honum þar sem hann var í djúpu transi að dansa við lag á iPod‘num sínum. Það eina sem hann sagði var textinn sem hann söng hástöfum: „I've got love for you, if you were born in the 80‘s, the 80‘s“.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger