<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 25, 2009
 
Kæru Menntskælingar.

Til hamingju.

Kjörstjórn kosninga í embætti Skólafélagsins og Framtíðarinnar árið 2009 er loks fullskipuð. Gísli Baldur Gíslason formaður kjörstjórnar afhjúpaði hinn, hingað til dularfulla, sjötta meðlim stjórnarinnar við hátíðlega athöfn í Valhöll. Það er komið á hreint að sjötti meðlimurinn er hin ávallt ástsæla Lilja Kristinsdóttir í 6. X. Sagt hefur verið að valið stóð að mestu leyti á milli hennar og Tómasi Páli Máté í 6. U en Lilja hafði á endanum yfirhöndina þar sem að Tómas vildi ekkert vera í kjörstjórn til að byrja með. Það var því einhliða ákvörðun allra meðlima kjörstjórnar að fá hana í hópinn og munu þau að öllum líkindum ekki sjá eftir því. Varðhundar forvitnuðust um hvað kjörstjórnin hafði að segja um nýja meðliminn og lét Sindri hafa þetta eftir sér “Jújú, þetta er auðvitað mjög góð stelpa og mun örugglega sinna embættinu vel. Við erum öll sammála um það í kjörstjórn að Lilja hefur allt til brunns að bera til að vera okkur samtaka í því verkefni sem við erum að fara takast við. Hún kann að taka af skarið og það er eftirsóknarverður eiginleiki enda munum við þurfa að taka erfiðar ákvarðanir daglega… …. …. ef þú ert að bíða eftir að ég segji SÆLAR ertu að bíða til einskis… æji fjandinn”. Varðhundar efa það stórlega að Lilja muni verða afstaðin af spillingu enda gull af manneskju og almennt séð bara algjör snilld. Fari henni vel í störfum sínum í kjörstjórn og vonandi hefur hún lýðræðið að leiðarljósi.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger