<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, March 13, 2009
 
Það kannast allir MR-ingar við hinn ávallt siðprúða Árna Frey Snorrason. Fólk þekkir hann frá fyndnum bókhaldsyfirlitum í MT, hæfileikum hans á sviði tónlistar og að sjálfsögðu þegar hann gengur ganga skólans. Þó flestir þekkji Árna með nafni þá eru alltaf tveir gæjar með honum sem flestir kannast við í útliti en fæstir vita hvað heita, svona eins og leikarinn Paul Giamatti. Það eru þeir Þórhallur Helgason og Sigurjón Jóhannsson, eða Doddi og Sjonni. Þegar fréttist að Árni ætlaði í inspectorinn þrátt fyrir að hafa haldið því fram allt skólaárið að hann ætlaði ekki að gera það (einnig þekkt sem Gilla Billa-bragðið), þá hefur athyglin beinst til Sjonna og Dodda. Hvert munu þeir fara? Það er þekkt minni í sögu Menntaskólans að besti vinur inspó-frambjóðandans fari í collegu (t.d. Sindri & Arnar Tómas, Bysjan & Rottan). Þetta var lengi vel planið en þeir gátu ekki ákveðið hvor ætti að bjóða sig fram svo að hætt var við. Talað hefur verið um þeir ætli að sjá um sketsaþátt Skólafélagsins, svipað og Hilmar og Húni vinir Gísla í ár, en búist er við nemendaóeirðum ef þeim er hleypt nálægt upptökuvél aftur eftir meistaraverkið From China With Love, svo að það telst ólíklegt. Líklegt er að þeir taki við hlutverki Jóns Erlings Guðmundssonar sem inspó-igla og þrífast á leyfum spaðalátanna sem inspectorinn skilur eftir. Það er þó eitt ljóst að sama hvaða embætti Sjonni og Doddi ætla í þá er Varðhundum algjörlega drjólanum meira en sama.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/  
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger