
Jæja, þá er þetta komið á hreint. Allar vangaveltur má leggja til hliðar því það er komið á hreint hverjir eru frambjóðendur ársins í ár. Nú skiptir höfuðmáli að nemendur skólans kynni sér framboðin til hlítar og ígrundi afstöðu sína mjög vel áður en gengið verður til kosninga á föstudaginn. Hér verður nú rennt yfir framboðin til stjórnar Skólafélagsins:
Scriba ScholarisEinar Lövdahl Gunnlaugsson, 4.XJæja, Lilli ætlar að verða Gilli. Altarisdrengjalífið hefur enn einu sinni skilað glæsilegu Skólablaði á einstaklega hentugum tíma rétt fyrir kosningar og lítill, sætur og vatnsgreiddur strákur er á leiðinni í Scribu. Eftir stendur bara ein spurning: Getur Einar Lövdahl betur?
Stefanía Áslaug Albertsdóttir, 4.BStefanía hefur ákveðið að taka það sem kallast „Birta Ara leiðin“ á þetta. Hún hefur staðið sig vel í hundruðum markaðsnefnda bak við tjöldin. Margir hafa þó brennt sig á því að hinum almenna nemanda er bara alveg 100% DMS um markaðsnefndir.
Quaestor scholarisBjörn Hjörvar Harðarson, 4.TÞrátt fyrir slæma útreið í kosningatíðindum mega hinir quaestors frambjóðendur ekki vanmeta Björn Hjörvar. Það er alveg á kristaltæru að hann hefur legið lengi undir feldi að undirbúa kosningabaráttu sína. Varðhundar hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að allir helstu kosningahundar síðustu ára hafi hist á reglulegum fundum heima hjá Birni, sopið koníak og gefið honum góð ráð. Augljóst dæmi um árangur þessara funda er hattur Björns. Einkennisflíkin er einfalt en árangursrík herferð og sýnir að Björn er tilbúinn að beita öllum brögðum. Eiga Pétur og Tobba vopnabúr til að svara Birni?
Pétur Marteinn Tómasson, 4.MPétur skaust inn rétt fyrir kosningar og því er enn allt á huldu um þennan kappa. Eitt er víst að honum hefur ekki verið líkt við Spud Webb að ástæðulausu. Í fyrsta lagi eru þeir báðir svartir og fokking litlir en þeir eru líka frekar ferskir á því og því vonast Varðhundar eftir hressum questor loforðum í fyrsta sinn í manna minnum í stað súrra peningaáætlana og takmarkana. Mun Quaestorium koma með endurkomu?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, 4.BÞorbjörg, eða Tobba, hefur tekið þann pólinn í hæðina að mynda öflugt tengslanet. Hún hefur verið í tveimur árgöngum og reynir nú af öllu afli að að koma því í gegnum kjörstjórn að utankjördæmisatkvæði frá Hondúras verði talin. Nái hún því geta strákarnir í raun gefist upp samstundis. Questors slagurinn gæti því ráðist á ákvörðun gamalreynds quaestor og núverandi collegu.
CollegaeAlbert Guðmundsson, 4.RAlbert hefur fengið nóg af því að vera bara „litli bróðir Jón Erlings“ eða „Æj, þetta er Jón Erlingur nema bara dökkhærður“ og því hefur hann stigið fram úr skugganum. Hann ákvað að taka Guðmundar Egils aðferðina á þetta og vera alls staðar eftir jól. Eini vankantinn á þessari áætlun hans er skilgreining hans á staðnum „alls staðar“. Skv. Alberti er það púlborðið í cösu og salurinn í MA á Akureyri. Er það sami skilningur og meiri hluti kjósenda leggur í „alls staðar“?
Björg Brjánsdóttir, 4.SÞessi snót stóð sig vel í könnun kosningatíðinda en má þó ekki halda að björninn sé unninn og, eins og það kallast, “púlla Ylfu”. Hún verður að vera með góða kosningabaráttu til þess að halda fylgi sínu annars mun hún enda á versta stað allra tíma, í nemendaráðgjafaskrifstofunni. Það hefur verið talað um að Bóbó ætli að hjálpa henni í kosningabaráttu sinni og er það svo sannarlega góður liðstyrkur.
Hugrún Lind Arnardóttir, 5.YUm þessa er lítið sem ekkert vitað og því bíða Varðhundar spenntir eftir því að sjá hvernig kosningabarátta hennar verður.
Sara Gunnarsdóttir, 5.BSara hefur þegar sýnt það að hún er tilbúin að gera hvað sem er til að verða collega, jafnvel bjóða aðra fram í sínu nafni til að villa um fyrir kjósendum. Varðhundum er enn ekki ljóst hvernig það átti að hjálpa henni en ljóst er að þetta sýnir metnað og vilja til að gera hvað sem er til að vinna þessa baráttu, eru hinir frambjóðendur tilbúnir fyrir VON?
Þórdís Kristinsdóttir, 5.SÞórdís „einhyrningur“ Kristinsdóttir var formaður 5.bekkjarráðs í ár, spaðastuðullinn á því embætti er u.þ.b. 0,14 en stuðullinn sem þarf fyrir collegu er í það minnsta 1,4 (undantekningar hafa þó einstaka sinnum orðið á þessu og rottur komist í Colleguna). Það er þó ljóst að í baráttu sinni mun Þórdís reyna hvað hún getur að spaða sig upp og bíða varðhundar spenntir eftir að verða vitni að þeim tilraunum.
Síðan eru einhverjir dúdar að bjóða sig fram í inspector... er það eitthvað?
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/