<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 15, 2009
  Hvað ætlar Jóhann Páll, nýnemi ársins sér á næsta ári? Þessi spurning hefur brunnið á vörum menntskælinga síðustu daga og vikur. Varðhundarnir náðu tali af þessari herranætur, heimspeki og morfísstjörnu sem virðast allir vegir færir og ræddi við hann um komandi kosningar.

Varðhundur: „Nú hefur mikið verið skeggrætt um hvaða embætti þú ætlir að bjóða þig fram í nú í vor.“

Jóhann Páll: „Nei, heyrðu, við skulum sko hafa það á hreinu að ég er tæknilega ekkert að fara að bjóða mig fram í neitt. Þið munuð aldrei sjá Jóhann Pál leitast eftir stuðningi fólks og atkvæði þeirra.“

VH: „Skil ég þig þá rétt að þú ætlir ekki að bjóða þig fram í neitt?“

JP: „Sko, þú ert ekki að graspa þetta konsept. Ég fer kannski í eitthvað framboð en það er ekki af því að ég er að bjóða mig fram. Ef þú ert að bjóða þig fram ertu að leitast eftir stuðningi fólks og reyna að fá atkvæði þess. Það sem ég er að gera er miklu frekar að sinna eftirspurn.“

VH: „Að sinna eftirspurn? Hvernig þá?“

JP: „Djísus, ertu alveg heiladauður? Sko, ég er að sinna eftirspurn nemenda fyrir stærri sneið af kökunni sem er Jóhann Páll á næsta ári maður.“

VH: „Þú ert semsagt að fara í framboð fyrir samnemendur þína en ekki af því að þig langar til þess?“

JP: „Sylar, spá í að slaka aðeins. Ég hef alveg gaman að þessu, ég er ekkert að segja það. Þetta er eins og þegar ég var fenginn til að reyna að stýra þessu ræðuliðshræi í haust eða mynda smá attraction fyrir þessari leiksýningu þessa dagana. Þetta er alveg gaman en samt bara allt svo mikill titlingaskítur eitthvað. Ég get gert þetta allt og reyni því bara að plísa fólkinu í kringum mig og sinna því sem það vill að ég geri. Helst mundi ég vilja gera eitthvað sem væri örlítil áskorun fyrir mig, eins og að stjórna sólkerfinu.“

VH: „Hmm... allt í lagi. En hvert er þá embættið sem þú ætlar að taka að þér fyrir MR-inga?“

JP: „Bara eitthvað, eða öll jafnvel. Held að það myndi bara ganga best svoleiðis. Annars er ekkert komið á hreint en Inspector Framtíðarinnar hljómar vel.“

Þegar hér var komið þurfti Jóhann Páll að þjóta á fund með kjörstjórn til að leggja drögin að kosningunum og við náðum því ekki að spyrja hann fleiri spurninga að sinni. Enn er óvíst hvað busi ársins gerir, er Nietzche endurfæddur eða er hann bara sjúklega slakur babar? Fylgist með á varðhundunum sem eru ávallt með puttann á púlsinum.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/  
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger