
Það eru 54 embætti sem hægt er að gefa kost á sér í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er þó alvitað að 53 þeirra eru meira til sýnis og með öllu tilgangslaus, aðeins eitt embætti skiptir einhverju máli. Það er embætti formanns Skólafélagsins, Inspector Scholae. Það mun ráðast á fimmtubekkjarfundinum hverjir það verða nákvæmlega sem hyggjast bjóða sig fram til inspectors, en þó eru tveir búnir að tilkynna framboð sitt í þetta virðulegasta embætti sunnan Vestfjarða, það eru þeir Halldór Kristján Þorsteinsson og Árni Freyr Snorrason.
Inspector ScholaeÁrni Freyr Snorrason – Þriðji Gilli hefur fullyrt lengi að hann ætli sér ekki að sækjast eftir embætti inspectors scholae á meðan vinkona hans úr Skólafélagsstjórn, Ásbjörg Einars, hóf kosningabaráttu sína í ágúst síðastliðnum. Nú hafa þó hlutirnir heldur breyst og Árni hefur ákveðið að bjóða sig fram og Ásbjörg hætt við að bjóða sig fram. Líkleg ástæða fyrir því að Ásbjörg hætti við er að vinsældir hennar toppuðu of fljótt, í september, og hafa aðeins legið niður á við síðan. Líklega ástæða fyrir því að Árni ákvað að bjóða sig fram er líklega fyndin frammistaða hans í From China With Love, árshátíðarmynd Skólafélagsins. Einnig vill hann taka við kyndlinum af lærimeistara sínum Gísla, náttúrulega.
Halldór Kristján Þorsteinsson – Betur þekktur sem Halli Kri. Hann hefur farið hamförum þetta skólaárið sem umsjónarmaður Sólbjarts og hefur oftar en ekki boðið upp á sprell í dómarahléum sem mun án efa skila honum einhverjum atkvæðum. Það er ekki einsdæmi að meðstjórnandi í Framtíðinni býður sig fram í inspóinn, en það hefur sjaldnast heppnast. Gunnar Örn, einhver? Eins og Árni, þá hefur Halldór lærimeistara í hæstu stöðum innan Menntaskólans, Magnús Örn Framtíðarforseta, svo að inspectorsbaráttan þetta árið er líka eins konar barátta á milli formanna nemendafélaganna. Þá er bara spurningin, hver verður Ferguson og hver verður Mourinho?
Eins og áður hefur verið sagt eru 54 embætti í MR og Varðhundar ætla að dreypa örlítið á þeim frambjóðendum sem hyggjast bjóða sig fram í Skólafélagsstjórn.
Scriba ScholarisEinar Lövdahl Gunnlaugsson – Einar Löv hefur ákveðið að fara sömu leið og átrúnaðargoðið Gísli Baldur, Skólablaðið -> Scriba -> Inspector, og er þetta annar liðurinn í þeirri klassísku áætlun. Árangur kosningabaráttu hans veltur dálítið á því hvort að Skólablaðið nái að koma út fyrir kosningadag, en hann er ritstjóri þess og ætti því að geta sneikað inn einni stórri framboðsmynd af sér fremst í blaðinu. Ekki hafa Varðhundum borist fregnir af frekari kandídötum í þetta embætti svo það er spurning hvort hann fljúgi inn í það án vandkvæða. Hann hefur nú þegar ákveðið slagorðið sitt sem er óneitanlega í stíl við slagorðið hjá goðinu hans á sínum tíma, Einar Lövdahl – Ekki Lélegur.
Quaestor ScholaeÞorbjörg Þorvaldsdóttir – Tobba var heldur betur ósátt í fyrra þegar henni var meinað að kjósa utan kjörstaðar, en hún var stadd á Tortola eyjum þegar kosningar stóðu yfir. Nú er hún komin aftur og það er eitt sem er ljóst öðru fremur. Hún veit hvað hún vil og hún veit að þú vilt það. Það sem hún vill er að verða quaestor. Vilja kjósendur það líka? Það mun koma í ljós.
Björn Hjörvar Harðarson – Hattur Björns hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, en hann týndi honum fyrir nokkru síðan. Eftir mikla leit fannst hann loks að heimili góðvinar hans, Gunnars Dofra Ólafssonar, og þar ráðlagði Gunnar honum að bjóða sig fram í embætti quaestors. Björn vill meina að góður quaestor skuli vera fyndinn og skemmtilegur og því hafi hann ákveðið að gefa kost á sér.
CollegaeAlbert Guðmundsson – Jón Erlingur Guðmundsson hefur komið miklu tengslaneti fyrir bróður sinn, Albert, á meðal sjöttubekkinga. Það var nánast hið fullkomna plan þangað til þeir föttuðu að sjöttubekkingar mega ekki kjósa. Áhrif sjöttubekkinga á yngri nemendur verða þó seint ofmetin og kannski tengslanetið muni gera Albert meiri áberandi og þar af leiðandi stuðla að betri kosningu.
Björg Brjánsdóttir – Þessi stúlka á uppruna sinn að rekja til hinnar alræmdu stofu T, þar sem hún sat í 3. J á síðasta skólaári. Hún er í raun hinn fullkomna collega fyrir nýnema næsta árs, enda jafnaldri þeirra, en verst er að nýnemar næsta árs mega ekki kjósa núna svo hún verður að einbeita sér að því að vinna stuðning þeirra sem mega kjósa. Hún hefur verið dugleg að sína hæfileika sína á fagottið upp á síðkastið en Varðhundar vara hana þó við að reyna ekki að krækja sér í atkvæði með því að spila fyrir gesti og gangandi í cösu í kosningavikunni. Hver man ekki eftir sellóleik Andra Snæ fyrir scribuframboðið í hitteðfyrra? Varðhundar muna eftir því.
Þórdís Kristinsdóttir – Þar sem Þórdís er Zéra er við hæfi að yrkja kvæði um framboð hennar:
Þórdís þráir embætti,þegir ei um það.Vill vinna að hennar hætti.Vituð ér enn, eða hvað?Sara Magnea Arnarsdóttir - Við þekkjum nú öll hana Söru. Óþarfi að orðlengja það eitthvað.
Margrét Sveinsdóttir – Margrét mun án efa tækla kosningabaráttuna eins og henni einni er lagið og sóla hina kandídatana upp úr skónum. Vonandi fær hún þó ekki rautt spjald, hennar vegna. Hvort að hún muni hitta í mark hjá kjósendum mun koma í ljós. Síðan er alltaf spurning hvort hún plöggi ekki einu rangstöðumarki þegar enginn sér?
Hugrún Lind Arnardóttir – Þegar Gísli Baldur er horfinn á braut þarf einhvern í Skólafélagsstjórn til þess að vera með myndavélina á lofti þegar mest lætur. Þar kemur Hugrún inn í myndina. Ásamt ljósmyndahæfileikum sínum hefur hún komið sér upp stóru tengslaneti með tíðu kommentum á prófíla á Skólafélagssíðunni. Svo er það auðvitað alltaf spurningin um Jalfer á freisli, mun það toflast?
Jakob Sindri Þórsson – Sjálftitlaður ritstjóri lífsins, Jakob Sindri, ætlar sér stóra hluti í kosningunum. Faðir hans, fyrrverandi yfirdagskrágerðarmaður RÚV, ætlar að plögga honum í sjónvarpið daglega á milli fréttatíma og Kastljóss alla kosningavikuna. Ef þú vilt fræðast meira um stefnumál hans geturðu hringt í farsímann hans.
Er þetta slim pickins' eða er þetta epískt snilldarúrval af frambjóðendum? Varðhundar eru Sviss, þannig að ekki verður tekin afstaða að svo stöddu.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/