<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 12, 2009
 
Einhvern tímann fyrir löngu síðan, áður en siðmenningin gerði okkur kleyft að skilgreina tíma í ár og aldir, var stofnað nemendafélag er bar hið sérstaka nafn Framtíðin. Framtíðin hefur stundum verið kölluð Skólafélag fátæka mannsins, enda óneitanlega minni glansheit yfir starfsemi hennar. Hún stendur þó alltaf fyrir sínu og alltaf meira en nóg af fólki sem vilja komast í stjórn hennar. Varðhundar fóru á stúfana og athuguðu hverjir stefna á að sitja í ljótu skrifstofunni á Amtmannsstíg.

Paul Joseph Frigge, framvörður íslenskrar skákæsku hefur ákveðið að bjóða sig fram til Framtíðarstjórnar. Leiftursnögg og beitt hugsun, viðbragð kattarins og færni í að taka ákvarðanir á örskotstundu. Þetta er aðeins brot af þeim hæfileikum sem Paul býr yfir. En óumdeildir hæfileikar hans eru engum leyndir. Hvað hann ætlar sér á næsta ári veit hins vegar enginn. Sjálfur segist hann ætla að stöðva n00bavæðingu innan veggja Lærða skólans en Varðhundar hafa komist á snoðir um annað. Undanfarin tvö ár hefur stóra systir hans, Jórunn Paula, haft stjórn á Frigge en hún verður ekki til staðar á næsta ári. Hættan er því sú að Paul snúi sér aftur að gömlu áætlun sinni, n00batortímingu innan veggja Lærða skólans og hrindi henni í framkvæmd nái hann kjöri. Mun Framtíðin á næsta ári stjórna n00ba helför eða verða kraftar Pauls beislaðir til góðs, einungis tíminn getur leitt það í ljós.

Aldís Erna Ívarsdóttir hefur tilkynnt framboð sitt í Framtíðarstjórn. Eftir að hafa nú setið óslitið í skreytinganefnd síðustu sex árshátíða í MR og þriggja hjá Foodco (öll árin sem hún hefur verið dyggur starfsmaður Aktu Taktu) hefur Aldís ákveðið að taka næsta rökrétta skref upp á við í valdapýramída MR og býður sig fram í Framtíðarstjórn. Það er von hennar að hægt sé að mæla gæði hennar í stjórn eftir því hversu mikinn pappír hún hefur málað í cösu og því ætti staða Aldísar að vera sterk.

Steingrímur Eyjólfsson er leiðinlegasti gæjinn í MR.

Í heilt ár hefur Ívar Sævarsson legið yfir kosningabaráttu sinni með kosningastjóra sínum, Jóhanni Birni Björnssyni, eða Mr.Systemic. Undir falsflaggi tölvuakademíunnar hafa þeir haldið leynilega busafundi, eftir LAN-svallpartý og fleira misheiðarlegt. Þetta getur þó ekki verið til einskis þar sem Jói stendur á bak við þetta og státar hann af 100% sigurhlutfalli í kosningabaráttum sínum. Með þessu öllu vonar Ívar til þess að bæta upp fyrir afhroðið sem hann galt þegar hann bauð sig fram í Skemmtinefnd þegar hann var í 3. bekk. Eru nemendur lærða skólans komnir með nóg af Jóa-klíkunni eða mun Ívar Academic ná kjöri?

Ólöf Eyjólfsdóttir á kærasta. Hann heitir Pétur Grétars. Hann er Iocer Scholae. Ólöf á því í góð hús að venda þegar kemur að kosningabaráttu sinni en eins og allir vita varð Pétur ekki Inspector Scholae í fyrra. Innan fjölskyldu Ólafar ríkir líka sterk hefð fyrir innanskólapólitík en pabbi hennar LL Cool J var akkúrat Inspector Platearum 1977-1978. Breytist ennþá allt sem Pési Gré snertir í gull?

Marta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Marta Collega, olli miklum usla á síðasta ári þegar hún bauð sig fram til embættis Collegu. Hún hefur alltaf verið óneitanlega tengd Pétri Grétars þar sem það var hann sem kom henni á stjörnuhimininn með fyndnum athugasemdum á gömlu Skólafélagssíðunni. Nú hefur Pétur yfirgefið hana og styður nú Ólöfu... eða hvað? Sést hefur til þeirra á göngunum þar sem Pétur er að gefa henni heilráð um kosningar. Vonandi fá þær þó fleiri en 22 atkvæði í kosningunum, en það var atkvæðifjöldinn sem Pétur fékk þegar hann bauð sig fram í inspectorinn hér um árið.

Davíð Jónsson hóf sína kosningabaráttu í fyrra. Hann minnti hins vegar á Arnar Tómas að því leyti hvað þetta var suddalega léleg herferð hjá honum. Hann gekk í það strax í 3.bekk að eignast eins marga vini í 5.bekk og hann gat þar sem álit þeirra ræður miklu þegar kemur að kosningum. Hann ætlaði að fara í stjórn eftir 4.bekk. Hann áttaði sig samt sem áður ekki á því að þeir sem eru í 5.bekk þegar hann er busi sitja nú í 6.bekk og geta ekki kosið. Þetta fattaði Dabbi fyrir u.þ.b. 24 dögum og hefur hann unnið nótt sem nýtan dag við að mynda tengslanet meðal jafnaldra og kjörgengra síðan þá. Hann getur þó huggað sig við það að minnsta kosti einn af þeim sem hann sjarmeraði í fyrra getur enn kosið hann, Skapti Jóns. Eitt komið, nokkur hundruð eftir Dabbi.

Eins og maðurinn sagði: Epyyyg...

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/  
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger