
Þegar Matthías Páll Gissurarson dró framboð sitt í Framtíðarforsetann til baka var öll von úti um skemmtilega kosningabaráttu. Einsi Lövda ætlaði í scribuna, Dabbi Jóns ætlaði í Framtíðarstjórn og Saga Úlfars í colleguna. Eftir stóð Lummukóngurinn sem var við það að ganga óáreittur í forsetastólinn. En bíddu við! Hvað gerðist?! Á Skólafélagssíðunni (og reyndar líka á hinni gleymdu Framtíðarsíðu) stendur:
Forseti Framtíðarinnar
• Arnór Einarsson, 5.Y
• Jakob Sindri Þórsson, 4.X
• Rafn Viðar Þorsteinsson, 4.M
• Saga Úlfarsdóttir, 5.Y
Hólí fokking mólí! Saga Úlfars er komin aftur og tveir aðrir gæjar sem aldrei hafa verið orðaðir við forsetann og báðir úr fjórða bekk (enda augljós spaðaskortur í ’90-árgangnum). Núna leit þetta út fyrir að verða skemmtilegt. Kjörstjórn var á öðru máli. Þau vildu meina að fjórir forsetakandídatar og tveir inspectorkandídatar, samtals sex, mundu lama kennslu í 3.-5. bekk í kosningaviku enda mundi hver og einn fá leyfi til þess að stöðva kennslustund og halda 10-15 mínútna ræðu um hversu frábær viðkomandi væri plús spurningar. Eftir þrálátlegar viðræður milli Jórunnar Pálu og Bjarna “rúllukraga” konrektor var komist að þeirri niðurstöðu að halda fund með 5. bekkingum þar sem kosið yrði hverjir mundu fá að vera opinberir forsetakandídatar, nokkurs konar Fimmtubekkjarfundur Light (enda ekki næstum því jafnt epískt embætti og inspó). Sindri Steph fór í það að tilkynna frambjóðendum þetta fyrirkomulag en þá áttu málin heldur betur eftir að breytast. Fyrstur hringdi hann í Jakob Sindra Þórsson og eru Varðhundar með undir höndunum beint afrit af samtali þeirra:
Sindri: Sælar! Steffí Magg hér!Jakob: Já, hæ.Sindri: Heyrðu kallinn minn, það er komið upp smá vandamál með forsetann. Það eru sko of margir að bjóða sig fram.Jakob: [5 sek. þögn]
Ha, hvað meinarðu?Sindri: Spá í að slaka! Það eru sko þrír aðrir krakkar að bjóða sig fram, Arnór, Rafn Viðar og Saga Úlfars þannig að…Jakob (grípur fram í)
: Ha?! Bíddu, er Saga að bjóða sig fram?Sindri: Já… nema augun séu að blekkja mig. (kímir)
Jakob: Nú, ókei. Ég dreg framboð mitt til baka þá.Sindri: Uhhh, ókei. Af hverju?Jakob: Því að… það skiptir ekki. Ég vil ekki bjóða mig fram á móti henni.[skellir á]
Sindri: Áfram Tottenham!Hvers konar álög lagði Saga á Jakob? Mútaði hún honum eða er hann bara skotinn í henni? Það er allavega víst að nú nýtur Saga stuðnings Jakobs í Framtíðarforsetann. Hvort sá stuðningur muni gefi henni atkvæði eða AIDS mun bara koma í ljós. En sagan er ekki búin (no pun intended, ég sver), því kjörstjórn átti eftir að tala við hina frambjóðendurna um þetta nýja fyrirkomulag. Þegar þau hringdu í Arnór var hann á verönd sinni að njóta vorgolunnar og sagðist vilja halda ótrauður áfram í að etja við reynsluna. Þegar þau hringdu í Sögu var hún hvergi bangin og vildi halda ótrauð áfram í að etja við etjunina. Þegar þau hringdu í Rafn Viðar, huldumanninn í hóp kandídata, var hljóðið í honum ekki jafn sannfærandi og hjá Arnóri og Sögu. Það var Maggi sem talaði við hann og að sjálfsögðu höfum við afrit af samtalinu:
Maggi: Freilti kjönn sprír?Rafn: Uh…what?Maggi: Haha, neinei, ég er að grínast.Rafn: Ókei… [5 sek. þögn]
hver er þetta?Maggi: Þetta er Maggi Örn hérna, forseti Framtíðarinnar. Hvað segir tjeddlinn? Nei, ég er að grínast. Heyrðu, það er komið upp mál.Rafn: Ehh, ókei?Maggi: Sko, það eru of margir að bjóða sig fram í forseta Framtíðarinnar, skiljanlega, þannig að við þurfum að halda annan bekkjarfund til þess að að ákveða hverjir verða formlegir frambjóðendur.Rafn: Já, það. Eh, það var meira svona grín sko. Hehe.Maggi: Hvað áttu við?Rafn: Hehe… ég vil samt alveg vera forseti Framtíðarinnar. Heyrðu, bíddu aðeins…[Óskiljanlegt hljóð]
Maggi: Halló? Hvann frótlír?Rafn: Hringi eftir smá. Rafn out.[Skellir á]
Hálftíma síðar hringdi Rafn í Magnús og tilkynnti honum að hann ætlaði að draga framboð sitt til baka. Rafn vildi meina að þetta hafi bara verið eitthvað grín í félögum hans á Hverfiz. Hver svo sem ástæðan var þá standa aðeins tvö eftir í þessu endalausa skrípaleik sem kosningabaráttan í Framtíðarforsetann virðist ætla að vera. Það er þá endanlega komið á hreint og þið heyrðuð það fyrst hér. Þau tvö sem munu bjóða sig fram til forseta Framtíðarinnar eru:
Arnór Einarsson, 5. Y
Saga Úlfarsdóttir, 5. YÞetta er rétt að byrja en þó svo mikið búið að gerast. Spennið snilldarbeltin því þetta á eftir að verða meistaraverk.
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/