<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 11, 2009
 
Þegar allt stefndi í frekar leiðinlega kosningabaráttu tilkynnti sjálfur Matthías Páll Gissurarson framboðið sitt til forseta Framtíðarinnar. Matthías ætti að vera öllum Menntskælingum kunnur fyrir l33t hæfileika sína á sviði Diablo II og Tetris. Þegar Varðhundar nálguðust hann um málið virtist hann vera stórhuga um framtíð Framtíðarinnar “sko, þetta er ekki flókið, það þarf bara að leysa þetta eins og rúbiks kubb, það þarf unlocka þeim attributes sem Framtíðin hefur og gefa henni smá level-up og þá geta allir menntskælingar fengið sitt mana, þetta er ekki flókið.” Matthías Páll hyggst halda mjög sérstaka kosningabaráttu og mun hann styðjast við svokallaða viral marketing eins og var notuð til þess að kynna The Dark Knight. “Jújú, maður er búinn að gera nokkra teaser-trailera. Einn af þeim ber yfirskriftina Jafn góður Framtíðarforseti og Chuck Norris er awesome, þetta er einfaldlega það sem fólkið vill. Ég er maður fólksins. Ég get talað við fólkið. Fólkið kemur til mín. Síðan verða plakötin mín auðvitað með lolcats, það er bara basic”. Það telst heldur djarft að bjóða sig fram í Framtíðarforsetann í fjórða bekk, þó það séu vissulega til fordæmi fyrir því, Varðhundar velta því fyrir sér hvort hann stefni á Inspectorinn ef hann nær kjöri sem forseti, “ég hef ekkert hugsað um það, ég ætla bara að einbeita mér að því að vera góður forseti, ég veit ekkert hvernig mín mál munu standa eftir eitt ár, ég á ekki time portal”. Þegar hann er spurður um hvað hann ætli sér nákvæmlega að gera verði hann kosinn fyllist hann miklum eldmóði og segist ætla að framkvæma margt “en fyrst og fremst hef ég tvö orð fyrir þig: Death Star. Pældu í því hvað það væri awesome. Það væri alveg hægt að halda tebó þar skilurðu, síðan er Death Star líka bara sjúklega töff. Árshátíðargjöfin verður síðan klárlega rúbiks kubbur, ég meina, það eiga allir glös og handklæði, ég vil gefa fólkinu eitthvað ferskt.” Svo mörg voru þau orð frá þessum metnaðarfulla drengi. Varðhundar óska honum alls hins besta í kosningabaráttunni en ráðleggja honum þó að pwna ekki yfir sig.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/  
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger