<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, March 27, 2009
  Bein textalýsing frá 5. bekkjarfundinum

15:05 - Sindri M Stephensen, collega og kjörstjórnarmeðlimur gengur inn og lítur yfir salinn.

15:06 - Arnar Tómas Valgeirsson er hvergi sjáanlegur og ekki heldur Gísli Baldur Gíslason, formaður kjörstjórnar.

15:07 - Fólk er að koma sér fyrir, mikill óróleiki er yfir öllum.

15:10 - Mikill hiti er að myndast í cösu og fólk virðist spennt og æst í að fá að heyra í tilvonandi inspectorskandídötum.

15:10 - Gísli Baldur kveður sér hljóðs og segir fólki að hætta að spila billiard.

15:11 - Gísli Baldur kynnir ritara fundarins, Magga Örn. Gísli gantast við nemendur.

15:12 - Gísli Baldur minnist á varðhundana og fólkið bregst mjög vel við.

15:14 - Frambjóðendur koma upp í stafrófsröð svo fyrstur í pontu er Árni Freyr. Síðan Halldór og óvænti frambjóðandinn Nanna.

15:15 - Árni byrjar á rúnki um veru sína í Skólafélagsstjórn og gerir mikið úr því að sjá um peningamál.

15:16 - Hann heldur áfram að tala um reynslu sína áfram og mikilvægi peninga. Hann talar um kostnað við MT, vill minnka það og færa til undirfélaganna.

15:16 - Kreppuvæl, vælir um hvað erfitt er að safna peningum.

15:16 - Árni vill útbúa glósubanka handa nemendum á heimasíðunni. Björn Brynjúlfur reyndi þetta á sínum tíma og það gekk ekki.

15:17 - Léttöl/Bjór brandari. Fólk fellur ekki fyrir þessu. Segist vilja bæta cösu.

15:17 - Árni vill gera cösu heimilislega - mission impossible komið af stað.

15:17 - Árni styður uppbyggjandi gagnrýni. Vill hann endurvekja skítkastið??

15:17 - Árni kemur á óvart og er með það að stefnumáli að auka gagnvirk samskipti stjórnar og nemenda.

15:18 - Vill fá þemadaga. Erum við komin aftur í grunnskóla eða?

15:18 - Undirfélögin mega ekki svíkjast undan skyldum. Ágætt.

15:19 - Árni vill því gera embættismannafundina virkari. Hann vill að undirfélögin undirbúi sig fyrir þá. Járnhæll Árna kominn að höfði undirfélaganna?

15:20 - Árni heldur áfram að tala og tala um virkni undirfélaganna og hvað þau eiga að gera. Ætlar hann ekkert að gera sjálfur?

15:20 - Árni fer nú yfir í klassískara rúnk um það að virkja fleiri nemendur í félagslífinu. Talar svo um að virkja nördafélagið með nördafélagsviku -> heil vika handa Matta og Ívari Húna?

15:21 - LARP vika líka?

15:21 - Árni talar um Framtíðin vs. Skólafélagið viku og fleiri fleiri vikur. Hversu margar vikur eru í árinu hjá þessum gæja?

15:23 - Árni vill nýta undirfélög, bæði Skólafélagsins og Framtíðarinnar, til að halda eina risa kvöldvöku þar sem öll undirfélögin eru með atburði.

15:23 - Dettur aftur í kreppuröfl og vælir yfir peningum - c'mon maður, þetta er alveg oktbóber 2008.

15:23 - Vill halda áfram með Busa rave.

15:24 - Árni ætlar að hafa lokaballið sem þema ball, 90's þema? DMS þema?

15:24 - Fínustu lokaorð. Talar um að hann sé spenntur og vonar að nemendur séu það líka. Gilli opnar fyrir spurningar.

15:25 - Spurt er um hvort Árni ætli að halda áfram með mánaðardagskrá (peningasóun)? -> Árni vill færa hana yfir á netið og bendir enn betur á sparnaðinn þar.

15: 26 - Sindri Steph hörfar skyndilega af fundinum í miðri spurningu.

15:27 - Spurning: Hvernig verða þemadagar Lagatúlkunarnefndar? -> Víkst undan eiginlegu spurningunni og talar um almennt þemarúnk.

15:29 - Segist vera með meiri reynslu en Halli Kri og Nanna og flottara hár.

15:30 - Spurt hvort hann ætli að halda loka- eða söngball --> Árna fannst söngkeppnin geðveik í ár og því halda þessu fyrirkomulagi. Talar um gott bjórkvöld eftir söngkeppnina í staðinn. Á hann við hið magnað skóbó sem allir muna eftir?

15:31 - Leiðinleg spurning um yngva --> Árni gantast og fólkið hlær

15:31 - Halldór Kristján spyr spurninga?!?!?! er það eðlilegt?

15:32 - Óli Krummi hefur upp raust sína. Árni talar um muninn á Frömmu og Skóló og segir að Framman sé venjufastari og leiðinlegri. Árni segir að hann hafi meiri reynslu en Halli því Framman er fátækari. Bókahald Skólafélagsins stærsta verkefni Skólafélagsins?

15:33 - Óli Krummi heldur áfram að hrekja það að Árni hafi reynslu fram yfir Halldór þar sem hann var líka í stjórn. Árni gerir lítið úr Framtíðinni.

15:34 - Talar um Legovikan var snilld og kveður fólkið. Halli Kri kemur upp og segir "hæhæ".

15:35 - Halldór rúnkar sér yfir fortíðinni og talar um hvað tíminn hefur liðið hratt, jéjejé.

15:35 - "Um leið og ég gekk innfyrir dyr gamla skóla fann ég að hérna vildi ég vera og eiga heima" -> Rúnkaðu þér heima hjá þér

15:36 - Segir að félagslífið sé meira um að kynnast fólki en að halda í hefðir. Varðhundar fíla að hann gefi skít í hefðir. Klukkan hringir, Raggi Jack fílar þetta greinilega.

15:37 - Skólafélagið er fyrirtæki sem þarfnast öflugrar forystu. Talar svo í hring og minnir nemendur á að skólafélagið sé þó aðeins nemendafélag. Talar svo um að hann vilji skemmtilega atburði en ekki leiðinlega (!).

15:38 - Segist vera alveg jafnhæfur þó hann hafi verið í Framtíðinni en ekki Skóló.

15:38 - Skýtur á Árna, hann sagði að Skólafélagið á næsta ári yrði svona Skólafélag mínus peningar. Halldór bendir á það að það sé bara Framtíðin þ.a. hann hafi þá kannski í raun meiri reynslu, fólkið hlær.

15:39 - Tekur Obama epíkina á þetta og segir að sinn raunverulegi sigur sé að uppfylla öll sín loforð. Er Sigurlaug Sara mætt upp í pontu?

15:40 - Aðalstefnumál hans kemur í ljós -> Vill efla samvinnu Framtíðarinnar og Skólafélagsins. Halda fundi með báðum stjórnum til að koma í veg fyrir misskilning og vesen.

15:41 - Talar um tebó á opinberum skólafundi. Frumkvöðull í skandölum.

15:41 - Hraunar yfir Lokaballið og þar með Gilla Balla. Gilli lítur reiðilega á hann.

15:42 - Vill fá stóra listamenn á ball og talar enn um sameinaða almanak Skólafélagsins og Framtíðarinnar.

15:43 - "Verði ég kosinn mun sænska hljómsveitin Slagsmalsklubben spila á balli!" Stór orð sem fengu lítinn hljómgrunn hjá Sögu Úlfars.

15:43 - Halli vill fá diskóball í staðinn fyrir Rave sem er orðið jafn MR-ískt og Gaudinn.

15:44 - Halldór vill starta innanskólakeppni í Leiktu Betur og bendir lúmskt á það að hann er Leiktu Betur meistari - gamli...

15:45 - Á meðan Árni talaði um vikur, talar Halldór um MÁNUÐI, eins og Listafélagsmánuð.

15:46 - Hann lofar og lofar atburðum.

15:46 - Vill halda áfram með Orrann, er hann þá að tala um Hildi Hrönnina eða?

15:47 - Halldór segir að honum sé DMS um Selið.

15:47 - Vill nota A3 blöð Magga Lú til þess að auglýsa viðburði. Vonandi beilar hann ekki á því eins og Mágurinn verði hann kosinn.

15:48 - Vill virkja busana strax frá upphafi næsta árs -> Gott ef þetta er ekki ferskasta stefnumál Inspectorsframbjóðanda ásamt Selsferðum.

15:49 - Halli Kri heldur áfram að hrauna yfir hefðir.

15:49 - Skítur yfir frambjóðanda til Forseta og formann hestanefndar -> Arnór Einarsson.

15:50 - Talar um of mörg undirfélög en segist samt vilja bæta við fleirum.

15:50 - Halldór vill veita undirfélögunum frelsi, hann ætlar ekki að vasast í þeirra málum. Er hann að víkjast undan ábyrgð á atburðum?

15:51 - Augljóslega komið að lokaorðum, hann lækkar róminn.

15:51 - Talar um að hjálpa Herranótt og standa vel við bakið á þeim krökkum.

15:51 - Segir vera inspó sem ekki verður skitið yfir.

15:52 - "Enginn á að vera hræddur að koma til Inspectors. Ég dæmi engann" - greinilegt að lokaorðin eru að hefjast.

15:52 - Notar forklifun a la Churchill til þess að magna áhrif ræðunnar. Fellur fólk ennþá fyrir svona?

15:53 - Samband Varðhunda við fundinum datt út í þessu. Systemus ætti að vera búinn að redda þessu innan stundar.

15:54 - Enn er ekkert samband við fundinn. Hvað segiði annars, hress?

15:55 - Spurning: Hvað telur þú þig hafa framyfir Árna? -> Svar: "Umfram Árna hef ég það að ég er búin að undirbúa framboðið lengur og ég er born in the 80's." Vitnun í Varðhunda, skilar inn stigum hjá fólkinu.

15:56 - Halldór talar um að endurvekja ríginn milli Framtíðarinnar og Skólafélgasins og lofar einnig Friends maraþoni, gömul loforð frá Sindra síðan í fyrra.

15:58 - Halldór segist enn fremur hafa það fram yfir Árna að hann vilji breyta en Árni halda öllu eins og í ár.

15:59 - Ásbjörg Einarsdóttir kemur með orrahríð hnitmiðaðra spurninga á Halldór, greinilegt með hverjum hún stendur. Spyr um Le Futur málið og er greinilega bitur.

16:00 - Varðhundarnir eru komnir í samband við fundinn aftur. Gjörið þið svo vel.

16:01 - Sakaður um svik við nemendur vegna Le Futur málsins - fólk verður órólegt í salnum - hann svarar fyrir sig í löngu máli án þess að segja í raun neitt.

16:03 - Hvað ætlarðu að gera við inspectorslaun? -> Halldór: Ég mun taka þau en ég mun nota þau í þágu nemenda. Af hverju þá að taka þau til sín fyrst en ekki bara nota þau beint í gegnum Skólafélagið.

16:04 - Hjalti: ef þú ætlar ekki að halda böll á Broadway er þá ekki séns á að fólk fái ekki miða á böll. Halldór svarar fimlega.

16:05 - Segist ekki vilja embættismenn sem eru í embætti bara til að djella. Er hann þá að tala um þegar hann var Zéra?

16:06 - Guðrún: Ertu ánægður með störf framtíðarinnar í vetur? - Halldór er ánægður með allt nema það að þau gleymdu að útnefna Ástu Fanneyju sem MR-ing ársins.

16:07 - Hvítþvær sér af Gleði af góðgerðar klúðrinu með því að segjast hafa verið fjarverandi.

16:08 - Nú er stundin runninn upp, sem allir hafa beðið eftir. Nanna stígur í pontu.

16:08 - Segir að það vanti stelpu til að bjóða sig fram og er glöð að sjá svo marga. Reifar sig af reynslu sinni með Herranótt.

16:08 - Vill virkja Sólbjart. Fólkið er í kasti yfir þessu framboði. Sólbjartur er nota bene undir Framtíðinni.

16:09 - Talar um Gleði til góðgerða og blóraböggul Framtíðarinnar. Greinilega eitthvað misheppnað grín og fólk áttar sig á því og hlátrasköllin stigminnka með vísisvaxtafalli.

16:10 - Hún dissar Halla og Árni og segist líka vera viðriðin alla kima félagslífsins.

16:10 - Opnar fyrir spurningar. Arnór Einars: Ætlarðu að taka þér Inspectorslaun. Nanna: Hiklaust!

16:11 - Darri spyr um hárið hennar. Fátt er um svör.

16:11 - Spurt er um Herranótt en hún víkur sér undan með því að segja leikfélagið undir Skólafélaginu. Krakkarnir elska þetta grín.

16:12 - Nanna reytir af sér brandarana. Slær mónólogið hans Gísla Baldurs áðan út. Endar á klassískum orðum "Alltaf gaman að djamma". Hlýtur lang mest klapp fyrir.

16:13 - Gísli kynnir fyrirkomulag kosninganna og hlé er gert á fundinum meðan þær fara fram. Varðhundarnir bíða spenntir og taka púlsinn á fundargestum.

16:13 - Fólk er í óðaönn að kjósa.

16:14 - Gísli Baldur er niðurlútur á svip því Nanna náði að slá hann út í gríni.

16:15 - Fréttaritari Varðhundanna á fundinum spyr fólk um viðbrögð sín. Enginn gefur upp hvað hann kaus en flestum líst vel á þær hugmyndir sem komu upp.

16:16 - Árni segist vera sáttur með frammistöðu sína í pontu.

16:17 - Halldór segist vera ánægður með fundinum og spurningarnar og fátt kom honum á óvart.

16:17 - Halldór segist hafa reynt að svara öllum spurningum eftir bestu getu og segist ekkert hafa að fela.

16:18 - Nanna segir að Halli og Árni voru frábærir og segist ekki vera búinn að mynda sér skoðun um hvern hún ætli að kjósa.

16:19 - Ónefndur fundargestur segir einnig að Halli og Árni voru fínir en Nanna áberandi betri.

16:20 - Arnór Einars segir að fundurinn hafi verið áhugaverður og Nanna best.

16:21 - Arnór segist ekki efast um það að næsti inspó verði góður. Kallinn er auðvitað í framboði og verður að passa sig að móðga engan.

16:22 - Lilja Kristins gengur háleit út úr salnum með atkvæðin. Niðurstaða ætti að koma innan skamms. Hversu lengi mun taka að telja kvikindin? En helmingur kjörstjórnar er á málabraut.

16:24 - Kjörstjórn ryðst inn á einkaskrifstofu Varðhunda og rekur alla út. Spillingin er dæmalaus.

16:25 - Varðhundur er í stake-outi fyrir utan skrifstofuna og hlerar kjörstjórn. Halli og Árni komnir með eitt atkvæði hver.

16:26 - Lítið er um hlátrasköll frá kjörstjórn, þau taka greinilega starfi sínu alvarlegu.

16:27 - Maggi talar um að geyma eitthvað ákveðið atkvæði. Það verður því líklega einn ógildur seðill.

16:28 - Varðhundur heyrist að Nanna fái ekki mörg atkvæði þrátt fyrir mun meira klapp frá fundargestum. Var þetta bara pity-klapp?

16:29 - Nanna fær fyrsta atkvæði sitt og Sindri öskrar í fögnuði "NANNA!"

16:30 - Gilli talar um að koma með "The tribe has spoken" brandara er hann tilkynnir úrslitin. Varðhundar vona hans vegna að hann geri það ekki.

16:30 - Árni, Árni, Halldór, Árni, Halldór, Halldór, Halldór, Árni, Halldór, Árni...... Kjörstjórnin notar einstaklega frumlega aðferð við að telja atkvæðin.

16:31 - Varðhundi heyrist að þetta verði hnífjafnt á milli Krilla og Þriðja Gilla. Engin er að fá áberandi fleiri atkvæði. Nanna hefur enn eitt.

16:31 - Varðhundar þakka Sigurði Páli Guðbjartssyni fyrir not á fartölvu hans við gerð þessarar textalýsingar. Takk Spalli ;)

16:32 - Algjör þögn er inn á skrifstofu Kjörstjórnar núna. Eru þau búin að telja?

16:33 - Kjörstjórn gengur út.

16:34 - Útgönguspá Varðhunda: Hnífjafnt milli Halla og Árna. Eitt eða tvö atkvæði til Nönnu.

16:35 - Atkvæðin eru komin í hús en það er nánast tómt. Er fólki alveg sama?

16:36 - Gísli kallar til sín frambjóðendur, erfiðlega gengur að finna Nönnu.

16:36 - GB: "Atkvæði hafa verið talin"

16:37 - Á kjörskrá voru 213. 99 atkvæði voru greidd og það munaði 2 atkvæðum á þeim efsta og þeim næstefsta.

16:38 - Svo voru 47 atkvæði í þann þriðja. Sem þýðir að hann fékk 1 atkvæði.

16:38 - Jafnt er á með frambjóðendum og er útgönguspá varðhundanna greinilega hárrétt

16:39 - Úrslit liggja fyrir:
Árni Freyr: 48 atkvæði
Halldór Kristján: 50 atkvæði
Nanna: 1 atkvæði

16:40 - Það verða því Halldór Kristján og Árni Freyr sem fá leyfi 5.bekkjar til að bjóða sig fram til embættis inspector scholae.

16:40 - Viðbrögð Halldórs: "Bara ... þakklæti til allra sem að kusu mig, ööö..." og hann snýr sér við og þakkar fólki

16:41 - Frambjóðendur takast í hendur og Halldór hvíslar einhverju í eyra Árna

16:41 - Fyrstu viðbrögð beggja: HK: þakklæti og spennufall - ÁF: "ég er bara góður á því, það munaði náttúrlega bara 2 atkvæðum og það vantaði náttúrlega 100 manns á fundinn. Þetta hefst svo með hörku á mánudaginn og já, ég er bara léttur"

16:42 - Úrslit 5. bekkjarfundar eru með eindæmum svipuð og í fyrra nema enginn sem fetaði fótspor Pésa Gré en Nanna fetaði frekar í fótspor Viktors Trausta. Einnig var áberandi að formaður kjörstjórnar afsalaði sér ekki fundarstjórn til þess að flytja eintal líkt og í fyrra. Einnig var áberandi minni kjörsókn.

Varðhundar þakka fyrir sig og öllum þeim sem hafa fylgst með. Yfir 1000 page views og almenn epík. Þið eruð frábær.
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger