
Ástin milli Halldórs Kristjáns og Magga forseta blómstraði í sumar og var orðið ljóst hver væri uppáhaldið hans Magga innan Framtíðarstjórnar þegar skólaárið hófst. Til að tryggja enn frekari stuðning núverandi forseta þá veitti Halldór honum inngöngu í krútthljómsveitina <3 Daði. Það kom því mörgum á óvart þegar ljóst varð að Halli Kri ætlaði sér ekki að taka við sætinu sem Maggi hélt heitu fyrir hann.
Þá beindust augun að Óla Krumma. Hann hafði alltaf fallið í skuggann á uppáhaldinu hans Magga en nú virtist tími Óla Krumma vera upprunninn. Óli vildi pulsuna sína. Svo kom það eins og elding úr heiðskíru lofti að Óli eignaðist i-phone sem fangaði alla hans athygli og metnað. Eftir að foreldrar Óla gengu inn á hann að stunda mök við téðan síma þá hefur Óli dvalið á geðdeild.
Það var mikil óvissa í loftinu um hver yrði forseti Framtíðar skólaárið 2009-2010. Þá steig rostungurinn Brynjólfur Gauti fram og lýsti yfir áhuga sínum. Fóru þá flestir að hlæja að honum og hefur ekkert heyrst í honum síðan, blessunarlega. Loks kom ljósið í myrkrinu, Arnór Einarsson og Saga Úlfarsdóttir! Lummukóngurinn ætlar að etja við reynsluna… AFTUR!
Þó eru þau tvö langt því frá þau einu sem hafa verið orðuð við embættið, en aldrei hafa jafnmargir stefnt á að vera forseti Framtíðarinnar og einmitt nú. Eru hlutskipti Magga forseta í lífinu svona eftirsóknaverð? Hér eru smá upplýsingar um liðið sem fólkið er að tala um.
Saga Úlfarsdóttir - Þegar Saga frétti af framboði Arnórs varð hún hrædd um blygðun sína, enda Arnór annálaður blygðunarsærari. Hún fljótlega dró framboð sitt til baka og stefndi frekar á colleguna líkt og helmingur skólans. Þó vilja sumir meina að hún ætli mögulega að etja við etjunina, allt er á huldu ennþá… samt ekki Huldu Mýrdals sko… eða hvað?
Arnór Einarsson – Sagt hefur verið að hægt sé að fá berkla ef staðið er nógu lengi í eins metra radíus við Arnór Einarsson, enda lekur óheilbrigði af drengnum. Helsta áhættan við að kjósa Arnór er að það eru sirka 50/50 líkur á að hann lifi af kjörtímabilið, svo heilsuskaddandi er lífstíll hans. Hann hefur þó ákveðið forskot á hina frambjóðendurna að hann á tvíburabróður sem er nákvæm eftirlíking hans og getur hann því nokkurn veginn verið á tveimur stöðum í einu að hössla sér atkvæði.
Einar Lövdahl Gunnlaugsson – Einar er maður sem elskar áskoranir og þegar hann sá að hann var einn um að komast í scribuna vildi hann frekar bjóða sig fram í eitthvað embætti sem hefði heitari ásókn. Á hann nógu mikið inn á spaðalagernum til þess að púlla svona stönt eða er Lilli Gilli orðinn stór? Aðeins tíminn leiðir það í ljósið. Tíminn og vatnið.
Matthías Páll Gissurarson – Þegar Matti var að labba út í Prentmet til þess að skila hönnunum á plakötunum sínum fyrir framboð sitt til Systemusar fékk hann símtal. Í símanum var Sebastían Kristinsson sem tjáði honum að hann studdi hann heilshugar í Framtíðarforsetann. Matti var frekar hissa á þessu en síðan tékkaði hann á Varðhunda síðuna og sá grein um að hann ætlaði ekki bara að bjóða sig fram í Framtíðarforsetann heldur líka byggja Death Star. Eitt og aðeins eitt orð þaut í gegnum hugann hans er hann las greinina: “Awesome.” Nú er Matti staðráðinn í að verða forseti Framtíðarinnar, með stóru f-i og litlu. Sem er awesome.
Davíð Jónsson – Gefum kjellinum orðið: “Sko, ég var bara eitthvað á Kaffibarnum með Skapta og eitthvað, eða þú veist, ég var ekki inn á Kaffibarnum, ég má það ekki, en ok, ég var fyrir utan Kaffibarinn með Skapta og, nei ok, ég var reyndar bara heima hjá mér að horfa á mynd af Kaffibarnum, en ok allavega, ég var eitthvað heima hjá mér að horfa á mynd af Kaffibarnum með Skapta, eða þú veist, ég var ekki með Skapta en hann hafði gleymt jakkanum sínum kvöldið áður, allaveganna það skiptir ekki öllu, ég sem sagt var eitthvað heima hjá mér að horfa á mynd af Kaffibarnum í jakkanum hans Skapta og ákvað síðan bara eitthvað að bjóða mig fram í forseta Framtíðar.” Snilld.
Það sem vekur athygli við þetta mesta samansafn af viðrinum norðan Suðurpóls er að enginn úr Framtíðarstjórn ætlar að bjóða sig fram, það eru þrír úr fjórða bekk og þar að auki einn fallisti. Hefur Maggi Örn breytt Framtíðarforsetanum í eitthvað djók-embætti eða er þetta fólk að sækjast eftir því á réttum forsendum? Mun Krumminn fljúga þegar nær dregur? Mun Jóhann Páll stefna til stjarnanna? Er þetta allt bara einn stór brandari?
Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/