<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, February 25, 2008
 

Þótt línurnar hafi skýrst allsvaðalega í fyrradag þá hafa þær skýrst enn frekar í dag. Varðhundarnir hafa farið yfir þá könnun sem Menntaskólatíðindi lét gera á fylgi frambjóðenda í stærstu embætti Skólafélagsins og færir ykkur skúbbið, heitt úr ofninum.

Inspector

Þessi könnun byrjar á funheitu skúbbi, sem suma kann að undra, en Gísli Baldur Gíslason virðist vera að rúlla upp Inspectorsslagnum. Í heildina situr hann á heilum 57% á meðan Sindri Stephensen, hans helsti keppinautur, dregur lappirnar með tæp 30%. Sú ákvörðun Péturs Grétars að sniðganga kosningamaskínu Skapta Jónssonar virðist síðan hafa skilað honum litlu þar sem hann getur ekki státað af nema rétt rúmum 14% í þessari könnun. Þetta hljóta að vera vonbrygði fyrir hinn vel þekkta grínkóng og sannast þar það sem oft er kveðið, að grínistar fá aldrei óskarsverðlaun.

Quaestor

Þrátt fyrir að Arnór Einarsson sé þekktara andlitið í þessari baráttu virðist sem Árna Frey Snorrasyni hafi tekist að vekja slíka hylli meðal þriðju og fjórðubekkinga á söngkeppninni um daginn að hann hefur skotist langt fram úr keppinauti sínum nú stuttu fyrir kosningar. Árni leiðir kapphlaupið í heildina með 59% gegn 41% Arnórs. Þótt frambjóðendurnir hafi jafnt fylgi meðal fimmtubekkinga ef tekið er tillit til óvissumarka þá eru það yngri bekkingarnir og þá sérstaklega nemendur fjórða bekkjar sem draga Árna langt fram úr en hjá þeim aldurshópi stendur hann upp úr með heil 73% og heldur ágætu 32% forskoti meðal þriðjubekkinga. Þetta virðist því ætla að verða erfiður róður fyrir lummukónginn Arnór næstu vikurnar.

Scriba

Björn Reynir Halldórsson er bæði í Gettu Betur liðinu og hann er eini strákurinn í framboði þannig að þetta er hreinlega gefin niðurstaða. Allt í allt hefur hann 50% atkvæða aðspurðra, langt á undan Ásbjörgu í öðru sæti, sem nær ekki nema að slefa í 35%.

Collegae

Það lítur út fyrir að fimmti meðlimur MORFÍs liðsins, Áróra Árnadóttir, sé ekki jafn vinsæl og hún vill vera láta. Hún situr í þriðja sæti þessarar könnunar, fáeinum prósentustigum á eftir Birtu Ara og Arnari Tómati, en þó langt fyrir framan Ívar Sævarsson, sem virðist ekki ætla að taka sér Björn Brynjúlf til fyrirmyndar í Collegubaráttunni. Ef kallinn skellir ekki í fluggírinn og þrusar feitustu plakötum ársins upp á veggi í kosningavikunni verður að teljast harla ólíklegt að hann nái 10%, hvað þá kjöri.

Varðhundarnir kunna að meta kannanir sem gerðar eru fyrir kosningavikuna, því eftir hana hefur frambjóðendum oftar en ekki tekist að blinda kjósendur með matargjöfum, ræðuhöldum og öðru lýðskrumi. Þetta sannaðist í fyrra þegar ræðukóngurinn Björn Brynjúlfur tók Guðmund Egil, hlédrægan gulldreng, og át hann í lýðskrumsbaráttunni. Látið ekki blekkjast kæru kjósendur, þetta fólk kann ekki vel við ykkur þótt það taki í hönd ykkar og klappi ykkur á bakið. Þið eruð bara atkvæði í þeirra augum, atkvæði með sál. Skammastu þín Bjössi fyrir að lítilsvirða skólafélaga þína með lýðskrumi og skammist ykkar allir frambjóðendur. 

|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger