<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, February 28, 2008
  Skólinn titrar af spennu, busastelpur bresta í grát, Hannes portner herðir takið á lyklakippunni. Það eru aðeins þrír klukkutímar í 5. bekkjarfundinn. Þetta er dagurinn sem Gísli, Pétur og Sindri hafa verið að undirbúa sig fyrir í fjögur ár. Stund sannleikans. En hvað er í gangi? Kjörstjórn hefur tekið þá óskiljanlegu ákvörðun að leyfa aðeins 5. bekkingum að sitja fundinn. Þriðju, fjórðu og sjöttu bekkingar hafa risið upp og mótmælt þessari torskiljanlegu ákvörðun í allan dag en kjörstjórn spillingar haggast ekki. Björninn verður ekki unninn. En óttist ekki! Varðhundar hafa fundið smugu í kerfinu og eru búnir að koma fyrir leyndum hlerunarbúnaði í Cösukjallara. Hér á síðunni eftir nákvæmlega þrjá klukkutíma mun því hefjast bein textalýsing af fundinum. Hvernig verða ræðurnar? Hver er stefnumálin? Hver kemst áfram? Fylgist með klukkan 15:00 en þá hefst lýsingin. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger