<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, February 27, 2008
 


Pétur Grétars er hvíti hrafninn í þessum kosningum. Hann er ólíkur hinum tveimur frambjóðendum að því leiti að hann sat ekki í Skólafélagsstjórn á skólaárinu sem líður heldur í skemmtinefnd og kvikmyndadeild. Þetta finnst mörgum ekki vera traustvekjandi og líta helst á hann sem grínista frekar en alvarlegan frambjóðanda. Varðhundar leituðu hann uppi og spurðu hann spjörunum úr um þessi mál.

V: Á grínisti eins og þú heima í inspectorssætinu?

PG: Hvað er að því að hafa skemmtilegan inspector? Ekki eru Sindri og Gísli fyndnir. Hvað er til dæmis málið með þennan Burberry-brandara? Hann er búinn að vera í gangi í þrjú ár og ég er enn að bíða eftir punchline-inu. Síðan er Gísli bara jafnleiðinlegur og hárið hans er sleikt. Sem sagt ógeðslega leiðinlegur. Prufið bara að bera saman prófílana okkar á Skólafélagssíðunni. Þeir eru með leiðinlegar tilvitnanir, ég er með awesome youtube myndband. Ég meina, ég get alveg verið alvarlegur, hlustið á þetta: „Lífið er ávöxtur“. Sjáðu, þetta var ekkert fyndið.

V: Nú eru Gísli og Sindri í Skólafélagsstjórn en þú kemur inn í baráttuna úr tveimur mun minni embættum. Finnst þér þú eiga upp á pallborðið í inspectorskosningum?

PG: Algjörlega. Lítið bara yfir ferilinn minn. Videamvs: Algjör snilld. Stóladanskeppni: Algjör snilld. Donnie Darko niðri í cösu: Algjör fokking snilld. Ég held að það sé öllum ljóst að allt sem ég snerti breytist í gull eins og Bjössi sagði í Kryddsíldinni.

V: Sumir vilja meina að þú hefur verið á eintómu kvennafari í staðinn fyrir að undirbúa þig fyrir kosningarnar síðustu vikurnar. Er eitthvað til í þessu?

PG: Síðan hvenær eru þær ekki með kosningaréttindi? Búum við ekki í lýðræði?

Á þessum tímapunkti hljómaði opnunarlag Seinfeld þáttanna skyndilega og Pétur tók upp símann sinn, „Pési Gré, hér“ svaraði hann og kvaddi okkur snögglega. Ljóst er að Pétur er að beita áhugaverðri kosningataktík og hvetja varðhundar alla til þess að fylgjast með uppistandinu hans sem verður klukkan þrjú niðri í Cösu á morgun. Því miður mega bara fimmtubekkingar mæta. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger