<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, February 26, 2008
 

Mikið hefur verið rætt um spillingu innan hinnar margumtöluðu meindýra-kjörstjórn og það virðist ekkert vera lát á áróðri og leynimakki spunameistaranna er sitja í henni. Þegar þessi varðhundur var í sínum daglega skoðunarleiðangri í gegnum prófíla Skólafélagsstjórn blasti við honum heldur betur furðuleg sjón. Björn Brynjúlfur Björnsson, inspector skóli og jafnframt formaður kjörstjórnar hafði breytt tilvitnun sinni úr “meistari” í "Kjósið Sindra, Gilli Billi er of blár fyrir þennan skóla!" eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svívirðilegri misnotkun á embættisstöðu hefur sést áður en þetta kemst samt á topp tíu. Þó má ekki dæma of fljótt þar sem Björn hlýtur að vita að svona skilaboð gera ekkert nema fæla kjósendur burt frá Sindra sem er eitthvað sem hann mundi ekki geta sofnað yfir. Þar sem Gísli Baldur hefur legið á vefstjórnarréttindum sínum eins og ormur á gulli síðan hann opnaði síðuna hafa bara tveir meðlimir í Skólafélagsstjórn slík réttindi, Bjössi og Gísli. Mögulegt er að Gísli hafi misnotað stöðu sína og leikið þennan hrekk á Sindra til þess að stela nokkrum atkvæðum frá honum. Varðhundar ætla ekki að taka afstöðu til þessa máls en ljóst er að skottið á Daða Helgasyni er uppi þessa daganna.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger