<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, February 24, 2008
 

Línur skýrast í kosningaslagnum

Persónulegt fylgi Skapta Jónssonar virðist geta haft úrslitaáhrif á inspectorsslaginn og því berjast 66% frambjóðenda af grimmd um stuðning hans. Restin af frambjóðendunum, Pétur Grétarsson, er hins vegar metnaðarleysið uppmálað og er á stanslausu kvennafari á meðan Gísli og Sindri vinna hörðum höndum að því að skipuleggja framboð sitt. En hvernig menn eru þetta sem hyggjast bjóða sig fram í stærstu embætti Skólafélagsins? Hverjir eiga möguleika? Hverjir eru nú þegar öruggir inn? Varðhundarnir fóru á stúfana og létu sér ekkert óviðkomandi um verðandi frambjóðendur.

Það hefur verið ljóst í fjögur ár að Sindri Stephensen mundi bjóða sig fram í embætti inspectors en hann tók þá ákvörðun í 10. bekk. Hann hefur því greinilega haft mestan tíma til að undirbúa framboðið og því er bara spurning hvort Sindri hafi nýtt tímann vel eða illa.

Eðlilegur mótframbjóðandi Sindra er Gísli Baldur Gíslason en þeir kumpánar eru saman í Skólafélagsstjórn. Þriðji 5. bekkingurinn í stjórninni, Dagný Engilbertsdóttir, ákvað að bjóða sig fram í eitthvað annað embætti og hefur hún sennilega ekki talið sig hafa raunhæfan möguleika á að sigra piltana tvo.

Þriðji frambjóðandinn hefur þó litið dagsins ljós en það er enginn annar en Pétur Grétarsson, formaður skemmtinefndar. Pétur er mikill grínisti og mun eflaust hressa aðeins upp á inspectorsbaráttuna enda verður seint sagt um Gísla og Sindra að þeir séu húmoristar.

Quaestor scholaris

Arnór Einarsson sýndi mikinn metnað fyrir quaestorsbaráttuna síðasta vor þegar hann felldi sjálfan sig viljandi til að eignast víðari stuðningshóp fyrir kosningarnar. Þar að auki hefur hann augljóslega lært mikið af quaestorskosningum síðustu ára þar sem hefðin hefur verið sú að hressi spaðinn beri sigur úr býtum yfir alvarlega og leiðinlega frambjóðandanum. Arnór hefur jafnvel gerst svo metnaðarfullur í að byggja upp þessa ímynd að taka sæti í Lagatúlkunarnefd en það tókst í annarri tilraun eftir að Andri Gunnar sagði sig úr nefndinni en Arnór reið ekki feitum hesti í kosningunum til Lagatúlkunarnefndar síðasta vor.

Mótrambjóðandi Arnórs, Árni Freyr Snorrason, verður seint talin svipuð týpa og síðustu þrír quaestorar; Sindri Steph, Guðmundur Egill og Doddi, og mundi það því hleypa ferskum blæ yfir embættið ef hann kæmist inn. Hann hefur ætlað að taka klassísku leiðina á þetta með því að bjóða sig fram í MT á vormisseri og nota blöðin til að auglýsa sig fyrir kosningarnar. Þeir sem hafa leikið þennan leik eru t.d. Sindri Stephensen og Björn Brynjúlfur Björnsson. Mun Árni Freyr feta í fótspor þeirra og bjóða sig fram í inspector að ári?

Scriba scholaris

Þriðja árið í röð sendir Gettu betur liðið sinn fulltrúa í kosningar til stjórnar nemendafélaganna og að þessu sinni er það Björn Reynir Halldórsson sem býður sig fram í scribu. Ef marka má gengi fulltrúa Gettu betur liðsins á síðustu árum þá þarf Björninn lítið að einbeita sér að kosningabaráttunni en mikið að einbeita sér að því að Gettu betur liðinu gangi vel. Ef það gerist þá ætti hann að vera öruggur inn og ekki mundi það skemma fyrir ef undanúrslitin yrðu daginn fyrir kosningar.

Ásbjörg Einarsdóttir reyndi snemma í vetur að tryggja sér stuðning Bjössa inspó fyrir scribukosningarnar og virtist sú tilraun bara ganga ágætlega. Hún virðist hafa ætlað að fara sömu leið og Gísli Baldur núverandi scriba að embættinu, en eins og Gísli þá er Ásbjörg í ritstjórn annars skólablaðsins. Hún ætlar þó ekki að leika sama snilldar leik og Gísli og gefa blaðið út rétt fyrir kosningar heldur hefur ritstjórnin tekið þá torskiljanlegu ákvörðun að gefa blaðið út í apríl.

Collegae

Arnar Tómas hefur ákveðið að fylgja í fótspor forvera síns í starfi formanns 5. bekkjarráðs, Daða Helgasonar, og bjóða sig fram í collegu. Það þykir hins vegar ólíklegt að Arnar Tómas hljóti jafnmikla yfirburðarkosningu í embættið og Daði gerði í fyrra enda er hann þekktur fyrir skelfilegar kosningabaráttur og kom það best í ljós þegar hann klúðraði framboði sínu til Framtíðarstjórnar í fyrra. Það hefur þó heyrst að hann hafi fengið sér reyndan kosningastjóra þetta árið, Sindra Stephensen, og ekki veitir nú af.

Áróra Árnadóttir hefur verið öflug í embætti tímavarðar scholae í ár en þar reis frægðarsól hennar hæst á Morfískeppni MR og FÁ í 16 liða úrslitum. Þar bjargaði hún MR liðinu frá tapi með því að láta tímavörð FÁ-inga ekki komast upp með að gefa frummælanda þess skóla aðeins 4 refsistig fyrir að tala í 4,6 sekúndur yfir tímann. Ef Áróra hefði látið þessa spillingu viðgangast þá væri lið MR fallið úr keppni í Morfís. Hvort tímavarðarreynslan muni svo skila sér inn í stjórn Skólafélagsins ætla Varðhundarnir ekki að dæma um.

Birta Ara hefur ekki hatað það að troða sér inn í allar markaðsnefndir Skólafélagsins í ár enda löngu búinn að ákveða að bjóða sig fram í embætti collegu. Hún fékk svo ágætis kosningarúnk frá Skólafélagsstjórn þegar henni var veitt hin vafasama fálkaorða fyrir félagsstörf sín á haustönn. Ef Birta nær kjöri verður hún sennilega yfirmaður markaðsnefnda Skólafélagsins á næstu ári enda hefur sennilega enginn, nema Daði Helgason, verið i fleiri markaðsnefndum en hún.

Ívar Sævarsson þarf sennilega á kraftaverki að halda ef hann ætlar að eiga einhvern séns í hina þrjá öflugu mótframbjóðendur sína sem hafa einnig allir setið ári lengur í skólanum og þar með haft lengri tíma til að sleikja sig upp við samnemendur sína. Við skulum þó ekki afskrifa Ívar strax því góð kosningabarátta getur haft úrslitaáhrif. Hvern hefði jú grunað að Björn Brynjúlfur Björnsson gæti orðið collega fyrir sléttum tveimur árum?

Varðhundarnir eru komnir á kreik og lýðræðið getur andað léttar í bili. Það er ljóst að nemendur mega búast við harðri kosningabaráttu og sennilega verður enn eitt metið í plakatafjölda slegið þetta árið. Varðhundarnir munu gera frambjóðendum til Framtíðarstjórnar og forseta nánari skil á næstu dögum og sennilega verður baráttan þar alveg jafn hörð og hjá Skólafélagskrökkunum.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/

Línurnar eru svo sannarlega farnar að skýrast.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger