<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, February 26, 2008
 

Kosningastjórar stóru embættanna hafa verið mikið í deiglunni undanfarið en lítið hefur farið fyrir kosningastjóra Gísla Baldurs, Dodda fyrrverandi inspó. Gárungarnir segja að hér sé kominn arftaki kosningastjóra Guðmundar Egils, Bolla Thoroddsen, en eins og kunnugt er þá gekk Þórarinn í Sjálfstæðisflokinn í vetur og hóf að klífa metorðastiga flokksins með því að taka að sér 13. sæti lista Vöku í háskólapólitíkinni í vor. Gísli Baldur hefur hingað til neitað því staðfastlega að Þórarinn standi að baki framboði hans, „Hvað er þetta nú strákar, ég er nú bara gamli góði Gilli, ég og Hilmar Birgir höfum nú verið í þessu bara tveir hingað til..." sagði Gísli þegar hann var spurður út í þessi meintu tengsl. Nú veit blaðamaður ekki hvort að þeir eiga að hafa meiri áhyggjur af því að Gísli ljúgi að fjölmiðlum eða af greinilegu vinaleysi mannsins. Viðtalið heldur áfram:

BM: Hver fékk þig þá til að eyða öllum vetrinum í að gera bók um Davíð Oddsson en ekki sinna scribustörfum?

GB: Ég hef mikinn stuðning í grasrót Skólafélagsins. Ég held áfram að vera scriba út veturinn.

BM: Neitaru öllum tengslum við Davíð Oddsson?

GB: Ha? Davíð Jónsson? Neinei, ég þekki hann í gegnum Skapta.

Í þessum töluðu orðum gekk Gísli frá okkur og reyndi að komast út um kjallara hússins síns. Þetta varð frekar vandræðalegt svo blaðamaður leyfði honum bara að sleppa.

Stuttu seinna fengu Varðhundarnir nafnlaust skeyti á vardhundarnir@gmail.com:

Hef heyrt að Sindri sé mjög tengdur Dodda. Og Davíð. Sjáið:



This anonymous email was sent using Send Anonymous Email - http://www.sendanonymousemail.net.

Skítastríð frambjóðenda hefur náð nýrri lægð. Varðhundarnir standa vaktina og reyna verja kjósendur fyrir árásum frambjóðenda. Er stríðið tapað? Fylgist með á Varðhundunum. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger