<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, February 24, 2008
 

Það er 4. júní, sólríkur mánudagur, og Haraldur Þórir Proppé Hugosson er á leiðinni upp á Hátíðarsal í þriðja endurtökuprófið sitt. Hann hafði staðið sig með prýði í hinum tveimur endurtökuprófunum, hann hafði náð tveimur medalíum í skylmingarmótinu sem var um helgina og hann hafði nýlega verið kjörinn, langatkvæðamestur, í Framtíðarstjórn. Tilvera Haralds var svo sannarlega á uppleið, og hann vissi það. Þegar hann hófst handa við prófið þá voru markgildin og diffurkvótarnir sem leir í höndum hans og hann leysti hvert dæmið á fætur öðru eins og ekkert væri. Þegar um það bil klukkutími var eftir af próftímanum hafði hann klárað prófið og farið yfir það tvisvar og leiðrétt þær fáu villur sem hann gerði. Hann hugsaði „Lífið mitt er frábært. Allt sem ég tek mér fyrir hendur heppnast fullkomlega. Ég er á leiðinni í 6. bekk í besta menntaskóla landsins, ég er besti skylmingamaður Norðurlandanna og ég er varaforseti Framtíðarinnar. Hvað gæti mögulega gert líf mitt betra?“ Honum varð litið til málverksins af Jóni Sigurðssyni sem hengur upp á vegg á besta stað í Hátíðarsalnum. Hann hugsaði með sér „Jón forseti, Jón forseti, Jón Sigurðsson, forseti Alþingis… Haraldur forseti, Haraldur forseti, Haraldur Þórir Proppé Hugosson, forseti Framtíðarinnar“ hann brosti sínu breiðasta og kímdi „þetta verður að gerast“. Hann strokaði snögglega út allar hnökralausu lausnirnar á stærðfræðiprófinu og jafnframt eitt s-ið í Hugosson og skilaði prófinu til prófdómarans.

Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan þessi atburðarás átti sér stað og hefur Haraldur margoft fullyrt að hann ætli ekki að sækjast eftir Framtíðarforsetastöðunni sem var hans upprunalega markmið. Því hafa margir velt því fyrir sér: Í hvaða embætti ætlar Haraldur? Varðhundarnir reyndu að komast á snoðir um áætlarnir mannsins með bananadrjólann og komu nokkur embætti til greina:

- Félagsheimilisnefnd: Sagt er að fólk stendur sig best þegar því líður eins og heima hjá sér. Því má búast við að Haraldur mundi taka sig vel út í Kakólandi þar sem hann yrði umrkingdur matvælum allan daginn. Haraldur hefur ítrekað kvartað yfir því að ekki sé hægt að fá plastpoka í Kakólandi fyrir stór kaup og mun hann líklega kippa þessu í liðin verði hann kosinn og bananasalan verður án efa endurlífguð. Helsta vandamálið fyrir hann verður að finna fólk til þess að vera með sér í nefndinni og heimildir Varðhunda segja að enn hefur hann ekki fundið samstarfsfélaga eftir endurteknar tilraunir.

- Zéra Zkáldzkaparfélagzinz: Eins og flestir vita blundar lítið skáld í Haraldi og Zéra Zkáldzkaparfélagzinz gæti verið fullkominn vettvangur fyrir hann til þess að leyfa sköpunarhliðinni í sér að skína. Því augljóst er að rapptónlist er ekki sá vettvangur.

- Inspector Platearum: Þeir sem þekkja Harald vita að stundvísari maður er auðfundinn. En þrátt fyrir það hefur hann lýst yfir áhuga að taka við starfi klukkuhringjara. Sú krafa hefur myndast í gegnum árin að inspector platearum skuli vera í 6. X og bera ættarnafn líkt og meistarar á borð við Elísabetu Kemp og Halldór Berg. Haraldur uppfyllir auðveldlega eina af þessum kröfum en það verður snúnara fyrir hann að sannfæra fólk um að kjósa mann sem ekki er í X-bekk. Mögulega gæti hann notað þá staðreynd að hann byrjaði 5. X í upphafi skólaárs en fór síðan í 5. Y sér til hags.

- Ritnefnd Vetrar: Af augljósum ástæðum.

- Lagatúlkunarnefnd: Nemendur hafa kvartað yfir því síðastliðin skólaár að Lagatúlkunarnefnd hafi aðhafst of mikið og verið óþarflega virk. Koma Haraldar inn í nefndina væri einföld lausn við þessum vanda. Hann mun sjá til þess að ekkert verður gert og þátttaka í skólafundum, úrsagnir, lagabreytingar, túlkanir á dægurlögum og annað sem nefndin hefur tekið sér fyrir hendur verði fordæmd verði hann í formannsstólnum. Þó hefur heyrst á göngunum að Fárbautasynirnir þrír ætla að gefa kost á sér í Lagatúlkunarnefnd og mun það að öllum líkindum hafa áhrif á ákvörðun Haralds þar sem hann hefur bundist miklum vináttuböndum við þá kumpána og vill helst ekki eyðileggja fyriráætlarnir ungu verðbréfabraskaranna.

Af þessu er ljóst að Haraldur hefur vissulega úr mörgu að velja og miðað við vinsældir hans í fyrri kosningum og þeirri staðreynd að hann sé næstþekktasti meðlimur Framtíðarinnar, á eftir forseta, á meðal nýnema í nýlegri könnun þá mun hann að öllum líkindum fljúga inn í hvaða embætti sem hann vill. Varðhundarnir ráðleggja þó Haraldi að halda sig frá Herranæturstjórn. Hún er upptekin. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger