<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, February 25, 2008
 


Englendingurinn
Paul Joseph Frigge hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að hann muni ekki sækjast eftir embætti forseta Skákfélagsins, Hróks alls fagnaðar, í ár. Öllum er kunnugt um að Paul hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Skákfélagsins í vetur og meðal annars hefur hann látið orð flakka eins og „Hlynur Jónsson? Ég tók hann nú bara 1.e4 e5 2.Bc4 Bc5 3.Qh5 Na6 4.Qxf7# !" og „Gummi Hurricane er kannski kóngurinn, en ég er drottningin!". Gárungarnir furða sig á þessari ákvörðun Frigge, en að hans sögn þá þurfti hann að komast úr ruglinu sem fylgdi Skákfélaginu - en stjórnarmeðlimir þess sáust meðal annars saman á tattústofu í bænum nýlega. Hann ætlar þó ekki að fara lengra en frá formannsstólnum í meðstjórnanda því hann hefur ákveðið að bjóða sig fram ásamt skákfrömuðnum og bloggaranum Bjarna Jens, 3. H. Bjarni sagði um þessa djörfu hrókgeringu „Það hefur lengi vantað alvöru karlmann í meðstjórnandastöðuna og það er okkar framboð sem bætir úr því.". Ekki náðist í Hlyn Jónsson meðstjórnanda Skákfélagsins við gerð fréttarinnar. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger