<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, February 25, 2008
 

Þeir frambjóðendur sem setið hafa í markaðsnefndum nemendafélaganna vinna nú hörðum höndum að því að hvítþvo markaðsnefndarstimpilinn af sér enda þykir hann mjög vafasamur núorðið. Hver ástæðan fyrir því kann að vera er ekki vitað með vissu en seta Sindra Stephensens og Daða Helgasonar í markaðsnefnd Skólafélagsins í fyrra kann að segja sína sögu. Fáir hafa gengið jafnlangt og Birta Ara í þessum efnum sem hélt því blákalt fram að hún hefði “aðeins setið í tveimur markaðsnefndum” og lagðist svo lágt að líkja sér við minni spámenn á borð við Hrefnu Helga, Jórunni Pálu, Örnu Björk, Önnu Gyðu, Ásgerði Snævarr og sjálfan Sindra Stephensen. En nú þyrstir kjósendur í svör við því af hverju Birta er eitthvað hæfari en þessir sexmenningar til að gegna stjórnunarstöðu innan Skólafélagsins fyrst hún þykist vera svo metnaðarlaus að hafa aðeins setið í tveimur markaðsnefndum. Sennilega mun öll kosningabarátta Birtu fara í það að hvítþvo tengsl hennar við þá einstaklinga sem hún namedroppaði á svo niðurlægjandi hátt. Varðhundarnir reyndu að fá nánari svör frá Birtu um þetta mál en það eina sem hún sagði var:

Birta Ara: „Ég þekki bara tvo úr þessu markaðsnefndarhyski“

Já, það er greinilegt að frambjóðendur vilja ekki bara hreinsa sig af öllum störfum markaðsnefndar heldur einnig öllum tenglum við hið svokallaða “markaðsnefndarhyski”. En Birta er ekki bara markaðsnefndarmeðlimur scholae heldur er hún einnig formaður skemmtinefndar. Sá misskilningur virðist þó hafa verið uppi á borðinu allt skólaárið að Pétur Grétarsson inspectorsframbjóðandi gegni því embætti. Þegar Birta komst á snoðir um þetta varð hún alls ekki sátt og lét eftirfarandi orð falla:

Birta Ara: „ Pétur er bara formaður einhverrar aumrar kvikmyndadeildar”

Ástæður þess að nemendur halda að Pétur gegni formannsembættinu í skemmtinefnd en ekki Birta gætu verið margvíslegar. Hugsanlega þykir eðlilegt að Pétur sé formaður þar sem hann er skemmtilegasti meðlimur nefndarinnar. A.m.k. hafa Birta og Stefán Ingi ekki orð á sér fyrir að vera miklir grínistar og sjást þau sjaldan djóka í fólki á göngum skólans. En líklegra þykir að Pétur sjálfur hafi komið þessum orðrómi af stað til að hjálpa sér í inspektorsslagnum. Ef svo er þá hefur Birta Ara allavega komið í veg fyrir þessi plön Péturs og sennilega mun hún sjálf nýta sér formannsembættið óspart í Collegubaráttunni enda mun hún augljóslega ekki grobba sig af störfum sínum í markaðsnefnd.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger