<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, February 29, 2008
  Eftir miklar deilur í ritstjórn Varðhundanna hafa þeir ákveðið að brjóta blað í sögu vefsíðunnar: Fyrstu viðtölin sem eru ekki uppskálduð. Það er óvíst hvaða áhrif þetta mun hafa á verðandi skrif á síðunni eða komandi árganga en ljóst er að hér fara Varðhundar í algjöra u-beygju frá fyrrverandi ritstjórnarstefnu síðunnar, að hér sé einungis grín og öll viðtöl síðunnar séu upplogin. Þrátt fyrir þessa undantekningu er þó ljóst að grínskrifin munu halda áfram og fólk á ekki að búast við því að viðtölin okkar verði alvöru viðtöl nema annað verði tekið fram.

Eftir að blaðamaður Varðhundanna hafði tekið viðtölin við Sindra og Gísla í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] var ljóst að leiðinlegasta grein ritsins væri að fara á netið ef við myndum birta hana. Strákanir eru svo miklir diplómatar og pólitíkusar að þó svo blaðamaður reyndi af fremsta megni að koma þeim í klandur þá högguðust þeir ekki, þessir strákar eru með minna innihald á mínútu en Dagur B. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að birta þessi viðtöl er sú að Sigga Ragnars sagðist bíða spennt eftir þeim á Skólafélagssíðunni og þó svo þau séu leiðinleg þá vorum við víst búnir að lofa þeim. Þýðir þetta þá að Varðhundarnir eru leiksoppar nemenda? Já, fjanda kornið - þó það nú væri. Við erum nú einu sinni rit nemenda, ef við eigum að vera leiksoppur einhvers þá er þetta farsælasta lausnin. Hér koma svo viðtölin, en við vöruðum ykkur við:

Sindri M. Stephensen (51 atkvæði)

Þetta er fyrsta myndin sem birtist úr kosningaherferð Sindra. Það má ráða í myndina að Sindri sé lífsglaður maður (sjá bros) en þó taki hann lífinu alvarlega (sjá skyrtu). Varðhundar eru ánægðir með að ekkert sést í MR á myndinni en þetta gæti verið fyrirboði um kosningaherferð sem er laus við Gamla skóla, en það yrði mjög ánægjulegt að sjá.

Við hringdum í Sindra en hann var staddur í Hafnafirði á heimili Brynjars Guðnasonar að setja upp kosningabæklingin sinn. Greinilegt að menn taka enga sénsa fyrir 5. bekkjarfundinn og byrja á hlutunum á viðeigandi tíma. Fyrirkomulagið var einfalt, Sindri fær tvær erfiðar spurningar úr því sem kom fram á 5. bekkjarfundinum og engan umhugsunarfrest.

Blaðamaður: Þú sagðir að Herranótt komi í fyrsta skipti út í plús í þinni kvestorstíð, en eins og flestir vita þá var sögulega hátt tap á herranótt í fyrra, en þú varst í markaðsnefnd Herranætur í fyrra - varstu ekki yfir henni?

SMS: Nei, ég var hins vegar hluti af henni.

BM: Jæja, en þú gerðir bróðurhlutann þarna og eignaðir þér starfið ef mig minnir rétt.

SMS: Já ég var hluti af markaðsnefnd herranætur, það er alveg rétt.

BM: Geturu eignað þér gróðan í ár þegar það er alveg eins hægt að skrifa hluta af tapinu í fyrra á þig?

SMS: Nei, númer eitt er það að Herranótt kemur aldrei út í plús í þeim skilningi að hún er styrkt af skólaafélaginu. Það sem við gerist í ár miðað við það sem gerðist í fyrra er að núna sjáum við að með miðasölu kemur Herranótt í plús miðað við þann styrk sem við gáfum þeim. Þannig að þau þurfa ekki meiri pening. Það sem gerðist í fyrra var að það var leigður allt annar staður sem kostaði miklu meiri pening, það var ekkert almennilegt yfirlit yfir fjármálunum. Það var ekki markaðshlutinn hjá okkur. Við sáum um að safna auglýsingum og kynna leikritið en við sáum aldrei um útgjöld, það eru gjaldkerarnir. Munurinn á því sem gerðist í ár og í fyrra er að það var miklu minna samstarf milli gjaldkeranna, Herranætur og Skólafélagsins í fyrra, hins vegar í ár höfum við verið í daglegu sambandi við að skipuleggja útgjöld herranætur. Það hefur skilað sér í ár í að Herranótt kemur mjög vel út í ár og ég er stoltur af því.

BM: Þú getur skrifað hluta af plúsnum á þig sjálfan?

SMS: Ég get bara skrifað hluta af því á markaðsnefnd og gjaldkerann Steinar og samvinnu Skólafélagið, já...

BM: Nú talaðir þú um ritskoðun...

SMS: Nei, ég talaði ekki um ritskoðun, ég talaði um meiri jákvæðni og burt með neikvæðni. Þannig ef fólk er með neikvæðni á spjallsíðum þá vil ég ekki að kommentinu sé eytt þá vil ég að andlit skólans út á við, inspektor í samvinnu við Skólafélagssstjórn, svari neikvæðum póstum: Þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá! Ég held að það sýni þeim sem vilja vera með neikvæðni miklu frekar að það gengur ekki upp frekar en að eyða kommentunum, ég ætla ekki að ritskoða það sem slíkt.

BM: Er það þá miskilningur hjá mér að þú hafir talað um að ritskoða síðuna, spjallþætti og MT?

SMS: Ég sagði að það væri eðlilegt að skólafélagsstjórn horfði á þættina og ef þær væru mjög grófir þá þyrfti að kippa eitthvað út og ég legg áheyrslu á mjög grófir en ég legg mikla áheyrslu á mjög grófir og í flestum tilvikum er ég mjög hlyntur málfrelsi innan einhverja banda. MT hefur verið ritskoðuð í ár af skólayfirvöldum vegna þess að þau...

BM: Hvaða blöð hafa verið ritskoðuð?

SMS: Ykkar

BM: Neii...

*vandræðaleg þögn*

SMS: Allavega, skólayfirvöld gerðu kröfu á það að inspektor læsi yfir MT blöðin og mér finnst það eðlilegt að það sé gert aftur.

SMS: Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir þennan stuðning og ég vona að við getum haldið áfram að vinna að því skapa öflugt og jákvætt félagslíf sem við stöndum fyrir á næsta ári.

Gísli Baldur Gíslason (50 atkvæði)



Þetta er líka fyrsta myndin sem birtist úr kosningaherferð Gísla. Það má ráða í myndina að Gísli sé alvarlegur maður (sjá bros) en þó taki hann lífinu með lífsgleði (sjá skyrtu). Varðhundar eru líka ánægðir með að ekkert sést í MR á myndinni hjá Gísla en ef blaðamaður þekkir gamla ljósmyndarann rétt þá mun hann án efa splæsa Gamla skóla yfir alla kosningaherferðina sína svo ástæðulaust er að fagna strax.

Við hittum Gísla á heimili hans í Vesturbænum þar sem hann sat rólegur og tók við símtölum frá nemendum. Fyrirkomulagið er eins og hjá Sindra, tvær erfiðar spurningar úr 5. bekkjarfundinum og enginn umhugsunarfrestur.

BM: Þú talaðir um að þú vildir fjölga nefndum, þú vildir stofna nefndir í kringum allan andskotann. Ert þú ekki bara að flýja vinnu, er þetta sú þróun sem við viljum sjá – að inspektor sitji bara í makindum á skrifstofunni og kasti allri vinnuni á einhverjar nefndir og fái allt proppsið svo sjálfur?

GBG: Hugmyndin á bak við að fjölga nefndum er byggð á þeirri reynslu sem ég hef innan Skólafélagsins að það er fullt af fólki sem er tilbúið að hjálpa til. Hingað til hafa þau bara verið að hjálpa til við auglýsingasöfnun – sem er ekkert allt of skemmtileg. En eg myndi vilja leyfa fleira fólki að taka þátt í framkvæma viðburði með Skólafélaginu. Ég er ekki að segja að þau taki þetta af okkur og geri þetta ein. Ég er að segja að við fáum fleira fólk með okkur í starfið og ég held að það myndi frekar gera viðburðina vinsælli, því því fleira fólk sem kemur að þeim, því fleira fólk sem mætir og sýnir þeim áhuga.

BM: Þú talaðir um að eftir söngkeppnina yrði annars konar skemmtun, ertu þá að vísa í að Skólafélagið fari að halda e-s konar tebó? Er þetta ekki fyrir neðan virðingu Skólafélagsins, getur félagið gert þetta?

GBG: Já ég átti vissulega við að við myndum halda e-s konar skemmtun sem yrði ekki ball. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um eitthvað sem við ætluðum að framkvæma í vetur vegna þess að það var svo lítið af tebóum en það var eitthvað sem við kölluðum skemmtikvöld Skólafélagsins, eða Skóbó. Það er nú ástæða fyrir því að þetta er ekki í bæklingnum og ég tala nú ekkert allt of frjálslega um þetta nema í öðru en götumiðlinum vardhundar.blogspot.com. Ég held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt, við sjáum núna þegar Framtíðin er ekki að redda tebóum þá er svo stór hluti af félagslífinu ekki til staðar. Ég er svo bjartsýnn að ég held að það sé ekkert mál að redda tebóum, skóbóum eða hvað sem þau heita – við eigum ekkert að vera stóla á aðra.

GBG:
Mig langar svo til þess að þakka öllum 126 sem gáfu sér tíma til þess að koma og hlusta á okkur frambjóðendurna í dag. Sérstaklega vil ég þakka þeim sem veittu mér stuðning. Að lokum vil ég nýta tækifærið og þakka Pétri Grétarssyni fyrir hans þátttöku. Hann kom mér mjög á óvart og var með fullt af góðum hugmyndum um hvernig bæta megi félagslífið. Ég hvet hann eindregið til þess að gefa kost á sér til embættisstarfa á næsta ári.


Það er ljóst að slagurinn í næstu viku verður hnífjafn ef það er eitthvað að marka þessi viðtöl og staðan í slagnum breytist ekkert þrátt fyrir erfiðar spurningar. Hitt er þó aftur á móti ljóst að Varðhundarnir hafa breyst til frambúðar. Hvert verður framhaldið? Fylgist með á Varðhundunum.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger