<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, February 28, 2008
  Bein textalýsing frá 5. bekkjarfundinum

Hér fer fram bein textalýsing frá 5. bekkjarfundinum. Til þess að fá nýjustu fréttirnar þarf að refresha síðunni (f5 á lyklaborðinu).

14: 55: 5. bekkingar flykkjast inn. Öll bestu sætin eru orðin frátekin.

14:57: Bjössi stendur við pontuna og á í spjalli við einhverja nemendur. Salurinn er fullur.

15:01: Fundurinn er ekki byrjaður. Daði og Birta úr kjörstjórn eru ekki mætt.

15:02: Daði og Birta koma inn með aukafartölvu

15:04: Kjörstjórn gantast sín á milli. Þau gera sér greinilega ekki grein fyrir alvarleika fundarins.

15:05: Þaggað í salnum, fundurinn er byrjaður.

15:06: Starfsmenn fundarins eru kjörstjórn Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Björn Brynjúlfur er öryggið uppmál þegar hann setur fundinn.

15:06: Bjössi reitir af sér brandarana og les upp tilkynningu frá 5. bekkjar ráði. Nemendur eiga víst að borga 14. þúsund króna staðfestingargjald fyrir útskriftaferðina.

15:07: Bjössi útskýrir reglur fundarins og biður gesti um að slökkva á farsímum.

15:08 Hverjir gefa kost á sér? Sindri, Gísli og Pétur stíga fram.

15:09: Er Haraldur að stíga upp og gefa kost á sér? Nei hann er að fara á klósetið. NÝR FRAMBJÓðANDI. Viktor Traustason, 5. Y!!

15:10: Gísli Baldur stígur fyrstur upp í pontu. Hann er afslappaður og öruggur í fasi.

15:10: Gísli gortar sig af fyrri afrekum í félagslífinu. Engin stefnumál komin strax. Ef þið kjósið mig þá kjósið þig þjón. Hvert er maðurinn að fara?

15:12: Embætti er dregið af orðinu ambátt; Gísli talar um sig sem þjón nemenda.

15:12: Ræðan er augljóslega fyrirfram skrifuð og flæðir ekki nógu vel. Hann vill stofna nýjar nefndir sem sjá um sértæk verkefni innan Skólafélagsins

15:13: Gísli leggur áherslu á að peningur Skólafélagsins skili sér aftur til nemenda. Laumuskot á Fálkaorðurnar hans Bjössa.

15:14: Hann vill að inspector gangi í bekki fyrir stærri viðburða. Það er undarlegt ef að það þarf að senda sms á 15 manns í skólanum að það þurfi þá að senda á alla 900 í skólanum.

15:15: Vill breyta söngballinu í lokaball sem haldið verður eftir vorpróf og talar um að fá erlenda tónlistarmenn á böll. Ræðan er núna farin að flæða betur.

15:15: Ég vil sjá til þess að neminn verði haldinn tvisvar í mánuði. Kakóland ekki verið að stand sig í vetur. Hann vill bæta úrvalið í Kakólandi. Týpískt.

15:16: Vill stofna nefndir sem sjá um keppnir innan skólans á borð við stuttmynda- og lagasmíðakeppni.

15:16: Talar um sleepover og LAN. Fyrsti brandarinn í ræðunni. Fær dræman hlátur.

15:17: Tvær ferðir: Skíðaferð í janúar og sumarferð í júní!

15:17: Spyr salin hvort þau hafi séð busaballsmyndina. Nokkrir janka. Hann er að fara tala um myndbandsnefnd. Vill stofna sér nefnd í kringum Videaums.

15:18: Síðasta stefnumál, talar um dvd-diskinn.

15:19 Endar ræðuna á MR-rúnki, skemmtilegustu böllin etc. Fær ágætt klapp. Bjössi opnar á spurningar.

15:21: "Hvernig geturðu tryggt það að neminn verði haldinn tvisvar í mánuði?" Gísli segir að embætismenn eigi að fara eftir því sem þeir eiga að gera skv. lögum annars þarf inspector að grípa inní og vera almennt í góðu sambandi við undirfélögin.

15:23: Byrjaðiru í nóvember að hugsa um framboðið þitt? Djók spurning, hann ætti ekki að svara þessu. Hann svarar samt. Spurt aftur, en núna beittar - ertu bara búin að vera hugsa um framboðið í vetur en ekki scribuna, Gísli lendir í vandræðum.

15:24: Spurt er hverjir megi fara í sumarferðina. "Allir nemendur" segir Gísli.

15:25: Beðið um útskýringar á töf vefsíðunnar. Gísli segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stórt verkefni vefsíðan var. Hún er komin upp núna, það er það sem skiptir máli. Ágætt svar.

15;26: "Hvað verður um söngkeppnina þegar söngballið færist eftir vorpróf". Gísli segir að söngkeppnin verði á sama tíma og hún er núna, bara síðar um kvöldið.

15:28: Spurt um Videamus þáttinn og nefndina, hvernig verður valið? Gísli segir að myndbandsnefnd eigi að sjá um myndirnar. Síðasta spurning frá Birtu í Herranótt.

15:29 "Er ekki of mikið að vera með tvær myndbandsnefndir?" Gísli vitnar í árið í ár þegar hann segir að ekki mundi saka að hafa aðra nefnd.

15:29: Bjössi býður Pétur velkomijnn í pontu. Hann byrjar á góðum brandara.

15:30: Byrjar á að hreinsa af sér grínstimpilinn.

15:31: "Ég hef myndað mér óhlutdræga skoðun á því sem er að gerast." Hvað meinar maðurinn?

15:32 Segist vilja koma embættinu á hærra plan. Skýtur á skítkast. Heldur áfram að skjóta inn bröndörum.

15:33: Byrjar á stefnumálum. Heldur áfram um með brandara. Fer yfir skyldur inspektors.

15:33: Fjallar um mikilvægi þess að inspectors standi við það sem hann segir. Talar um skipulagsleysi Skólafélagsstjórnar á árinu. Telur að hægt sé að gera betur.

15:34: Fyrsta stefnumálið: Að halda betur um hagsmuni nemenda. Hann hefur greinilega ekki tilfinningu fyrir því hvað kjósendur vilja heyra. Öllum er DMs um þessa hagsmuni.

15:34: Talar um mikilvægi þess að Skólafélagsstjórn sé innan seilingar, t.d. fyrir Herranótt og Skólablaðið.

15:35: Talar um hvað er gaman að taka þátt í félagslífi. Vantar ferðir fyrir þá sem taka þátt í félagslífinu, sbr. Herranæturferðin fræga. Annað lélega stefnumálið í röð.

15:36: Talar um að redda rektorsleyfi fyrir þá sem fara í skíðaferðina svo hægt sé að fara fyrra af stað. Vill einnig halda áfram að halda stórgóð böll.

15:37: Að gera árshátíðarvikuna sem eftirminnilegasta í lífi allra nemenda. Er maðurinn á krakki?

15:38: Segir að það sé ekkert mál að redda stórum, erlendum hljómsveitum á böll.

15:39: Skotin þjóta, helst á Bjössa inspó.

15:39: Fleiri innanskólakeppnir og passa mjög vel upp á útgáfu nemenda!

15:40: Talar um skítkastið. Meiri ritskoðun. Veit greinilega ekki hvað var að gerast á bak við tjöldin í ár. Talar um Selið. Vonlaust málefni.

15:41: "Selið er alltaf alveg að klárast". Hann hefur ekkert lært af reynslu fyrri frambjóðenda.

15:41: Vill funda þrvisvar í viku með bekkjaráðsmönnum. Mismælti hann sig? Talar um að kenna busum á félagslífið. Talar um að inspector eigi ekki að vera hlutdrægur. Fleiri skot. Það er ástæða fyrir því að 6. bekkingar fá ekki að kjósa.

15:41: Péturer núna kominn út í dramatík og lýðskrum. Þetta eru hins vegar svo illa flutt lokaorð að hann nær ekki að selja neinum þetta.

15:42: Maðurinn virtist fá meira klapp en Gísli. Er salurinn líka á krakki? Bjössi afsalar sér fundarstjórn í hendur Daða Helga út af því að hann er með spurningu.

15:43: Bjössi segir að Pétur hafi komið með alvarlegar ásakanir varðandi hlutleysi hans í kosningunum og biður hann um að útskýra það. Bjössa er augljóslega orðið heitt í hamsi.

15:43: Pétur kemur með stutt svar og uppsker mikinn hlátur og klapp.

15:45: Spurning úr sal "Finnst þér hlutverk Inspectors vera að hafa yfirumsjón með öllu?". Pétur segir að inspector eigi að blanda sér inn í öll verkefni sem hann hefur tíma til.

15:46: Hlátrasköllin kom hvert á fætur öðru. Maðurinn gjörsamlega á salin.

15:47: Pétur heldur áfram að tala um mikilvægi þess að halda fleiri fylleríisferðir.

15:48: Pétur fær óskýra spurningu úr salnum og svarar því að mesta vinna inspectors fari fram um sumarið.

15:51: Haraldur spyr um böllin hvort hann sé óhræddur að halda þau þar sem hann hafi aldrei haldið slíkt. Pétur svarar vel og fær mikið klapp.

15:52 Sindri stígur í pontu.

15:53: Sindri byrjar, líkt og Gísli, að tala um fyrri afrek í félagslífinu.

15:54: Talar um skítkast og Mr-andann. Er hann að reyna að flýja hvað stjórnirnar hafa verið slappar í vetur?

15:54: Sindri segir brandara og uppsker hlátur.

15:55: Ræðan hans er greinilega þaulæfð.

15:55: Varðhundar glíma við tækniörðugleika og missa samband við fundinn tímabundið, þessu verður kippt í lag innan stundar.

15:56: Sambandið komið aftur á. Ræðan hans Sindra komið á algjört flug. Hann gjörsamlega á salinn. Talar um Selið. hann er sannfærandi.

15:57: Segir að 6. bekkingar á næsta ári muni fara í Selið. Talar einnig um þráðlaust net í Cösu og segist hafa talað um það við Yngva rektor. Punktur sem enginn hefur komið inn á áður.

15:58: Yngvi vill að allir setji Novell kerfið á tölvunar sínar, Sindri segir- eigum við ekki bara að gera það? Novell kerfið? Fyrsta feilsporið.

15:59: Vill halda glæsilega upp á 130 ára afmæli Inspectors embættisins á næsta ári og gera Skólablaðið sem glæsilegast.

16:00 Vill Mr-ví viku milli Skólafélags og Framtíðarinnar. Ágæt hugmynd, ef framkvæmdin verður góð.

16:01: Sindra finnst mikilvægt að nemendafélögin skapi stemmningu fyrir félagslífinu og lífgi upp á stemmningunna fyrir jólin.

16:02: Vill setja á fót skreytinganefnd Skólafélagsins, vill að Casa eigi ekki að vera gubbuleg(?) allt árið um kring. Vill skipa nefnd sem skreytir Cösu með mismunandi þemum í ýmsum vikum árið um kring.

16:02: "Casa er ógeðsleg skítug og bara ógeðslega ljót. Ég vil fá líf á veggina ásamt jólaþema og páskaþema" segir Sindri Steph

16:03: Vill betri græjur og sjónvarp í Cösu. Svipuð stefnumál og Fannar var með í inspektornum. Læra menn ekkert?

16:04: Aðalmarkmið Sindra sem inspectors verður að uppræta neikvæða umræðu innan skólans og skapa jákvæða stemmningu.

16:05: Meira um skítkast. Hlutverk inspektors er að sjá um að jákvæðni ráði ríkjum innan skólans. Nei, hlustaði hann ekki á ræðuna hans Péturs?

16:05: Gortar sig af því að Herranótt hafi í fyrsta sinn í ár ekk ikomið út í bullandi tapi, í hans quaestorstíð.

16:06: Golfmót MR. Hann áttar sig ekki á því að það stundar enginn golf. Drykkjugolfmót. Farið að vera athyglisvert.

16:07: Leggur áherslu á að inspector sé sýnilegur. Upplýsingaflæði milli nemenda og stjórnar - þvílík klisja...

16:08: Upplýsingaflæði, upplýsingaflæði, upplýsingaflæði. Svo sem ágætur punktur.

16:08: Talar enn og aftur um hvað hann hefur gert í félagslífinu. Gerir hann sér ekki grein fyrir því að 5. bekkingar mættu á fundinn vegna þess að þeir hafa áhuga á næsta skólaári, ekki fyrri skólaárum?

16:09: Niðurlag: Nái ég kjöri mun ég birta lista af loforðum, sama og Maggi var með. Opnað á spurningar.

16:10 Spurning úr sal: "Hvernig ætlar þú að stoppa skítkastið". Sindri kemur með loðið svar. Hann hafði augljóslega ekki búist við þessari spurningu fyrirfram.

16:10: Hringing truflar hann, bregst vel við. Uppsker hlátur. Fær spurningu frá Andra Snæ en hann reynir að vera beittur: Ef það á að láta alla verða ánægða, þá verður það enginn. Sindri tekur vel á þessari furðulegu spurningu. Mögulegt fyrir alla að koma til inspektors.

16:11: Hann vill gefa fólki tækifæri á að gera hitt og þetta. Þetta snýst ekki bara um embættin. Sum svörin er nokkuð loðin.

16:13: Sindri spurður hvort hann vilji líka ritskoða heimasíðuna eða svara til baka. Hann vill svara til baka. Sindri fær mikið klapp.

16:16: Viktor Traustason stígur upp í pontu.

16:17: Hver er þessi maður? Er þetta grín? RÆÐAN ER BÚIN!

16:18: Salurinn hlær að honum...

16:18: Fólk situr samt ekki á spurningum. Þeim er öllum svarað með bröndurum og útúrsnúningi.

16:19: Spurningum lokið. Þetta var fáranlegt grínframboð. Núna verður kosið.

16:20: Kjörmiðum dreift á milli kjósenda, stutt hlé gert á fundinum meðan atkvæðin verða talin.

16:21: Andrúmsloftið er þrúgandi. Hver dettur út? Gísli, Pétur eða Sindri?

16:24: Gísli stóð sig best að mati manna og var með vel rökstudd mál. Hann átti þó ekki salinn heldur Sindri sem flaggaði meira hugmyndum. Pétur kom áberandi verst út.

16:27: Kjörstjórn er búin að safna saman atkvæðum allra og fer afsíðis til að telja.

16:29 Óformleg útgönguspá okkar Varðhunda gefur að þetta sé hnífjafnt milli Gísla og Sindra. Fáir virðast hafa kosið Pétur.

16:33: Spennan er fara með salinn. Sindri og Gísli eru þó afslappaðir. Ekkert sést til Viktors og Péturs.

16:36 Menn ræða hvort að Bjössi hafi mátt spyrja Pétur spurningar því hann er í 6. bekk. Fimmtu bekkingum finnst að hann hafi ekki átt að gera það. Varðhundar er klofnir í afstöðu sinni.

16:37 Frambjóðendur vilja skila kveðju til óformlegu kosningavökunnar sem haldin var í tölvustofunni. Þeir eru rólegir og spjalla við gesti.

16:40: Stutta svar Péturs við hinni óviðeigandi spurningu Bjössa var "Inspector á ekki að taka afstöðu til þessara kosninga". 5. bekkingar voru greinilega sammála Pétri.

16:41 Bjössi stígur í pontu:

126 atkvæði, ekkert autt atkvæði og eitt ógilt

Gísli 50 atkvæði 39,7%
Sindri 51 atkvæði 40,5%
Pétur 22 atkvæði 19,2%
Viktor 2 atkvæði 1,6%


16:43: Gísli og Sindri taka við hamingjuóskum nemenda og eru alsælir að sjá. Viktor er hvergi sjáanlegur og Pétur þakkar stuðninginn daufur í bragði.

Textalýsingu Varðhundanna er hér með lokið, fylgist með á síðunni í dag fyrir viðtöl við Sindra og Gísla. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger