<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, February 27, 2008
 

Baráttan um Framtíðina virðist ekki ætla að verða jafnhörð og oft áður þar sem færri hafa tilkynnt framboð til Framtíðarstjórnar heldur en venjulega. Varðhundarnir tóku púlsinn á frambjóðendunum.

Forseti

Dagný Engilbertsdóttir þorði ekki að bjóða sig fram í embætti inspectors scholae gegn maskínunum Gísla og Sindra en hún sá sér leik á borði þegar ljóst varð að frambjóðendur til Framtíðarforseta eru auðveldari bráð. Hún notaði nýstárlega aðferð til þess að tilkynna framboðið sitt, í beinni útsendingu sem viðmælandi í kryddsíld Framtíðarinnar. Fyrir tilkynninguna hafði hún komið sér upp stóru og miklu tengslaneti með tíðum prófílskommentum á Skólafélagssíðunni. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að kosningabaráttu sinni þar sem hún einblínir á atkvæði nýnemanna og stundar hún það nú að mynda náin tengsl við þá busa sem eru áberandi í félagslífinu.

Haraldur Þórir Proppé Hugosson, maðurinn sem felldi sjálfan sig viljandi í fyrra, hefur hætt við að hætta við og kemur nú ferskur inn í Forsetabaráttuna. Hann mun þó sennilega ekki mæta til leiks með sama eldmóði og hinir frambjóðendurnir þar sem það má falla tvisvar um bekk í MR. Ef hann tapar núna þá fellur hann bara aftur. Sagt er að hann líti á framboðið sitt meira sem kynningu á sjálfum sér og sínum stefnumálum fyrir næsta ár frekar en alvöru kosningabaráttu.

Magnús Örn Sigurðsson er besti vinur Péturs Grétars og heyrst hefur að þeir muni heyja sameiginlega kosningabaráttu. Þetta gerir Magnús Örn til að spara pappír en hann er einmitt frægur umhverfissinni enda flokksbundinn Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Stefnumál þeirra verða einnig sameiginleg svo ef þeir komast báðir að munu þeir stjórna nemendafélögunum sem einn maður. Skemmtileg hugmynd sem er alveg þess virði að prófa.

Framtíðarstjórn

Eva Hauksdóttir hefur án efa þegið ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir kosningarnar þegar hún átti í sambandi við háttsettan embættismann innan SKólafélagsins fyrir tveimur árum. Hvort að það súper delegate dugi Evu til að komast inn verður hins vegar að koma í ljós. Vonandi hættir hún samt ekki við að bjóða sig fram eins og hún hætti við að bjóða sig fram í quaestor í fyrra.

Guðmundur Felixson reið ekki feitum hesti við gerð Árshátíðarmyndar Framtíðarinnar en Árshátíðarskaupið var epísk snilld að sögn sumra. Heyrst hefur að Guðmundur muni endurnýta kosningaplaköt Jóns Benediktssonar frá því að hann bauð sig fram í Framtíðarstjórn í 4. bekk en þau innihéldu mynd af Felix Bergssyni áður en hann fékk skalla. Einhverra hluta vegna virðist Guðmundur hafa greiðan aðgang að téðum plakötum.

Halldór Kristján virðist ætla að fylgja í fótspor lærimeistara síns, Magnúsar Þorláks, og vera bæði í Gettu betur liðinu og Framtíðarstjórn á næsta ári. Svo mun hann án efa ætla sér að verða miðjumaður Gettu betur liðsins, Framtíðarforseti og Meistari í 6. bekk. Hann hefur ekki falið að hann sé söngvari í hljómsveitinni <3 Svanhvít! en þegar hann var spurður um samband sitt við Daða Helgason, gítarleikara hljómsveitarinnar og kjörstjórnarrottu, sagðist hann, skiljanlega, aðeins eiga samskipti við hann þegar það varðar gítarhljóma. Stuðlarnir á Betsson á að Halldór komist inn eru 2:1.

Jórunn Pála, ein af kosningamaskínum Sindra Magnússonar, ætlar ekki að spara símtölin fyrir kosningarnar. Hún virðist því ekkert hafa lært af félaga sínum í stjórn Ad Astra, Guðmundi Agli, sem hringdi frá sér sigurinn í fyrra. Verst er þó að hún eyðir svo miklum tíma í að hringja vegna óhróðurs um Sindra Steph að hún hefur varla tíma fyrir sjálfa sig.

Linda Björgvinsdóttir hatar ekki að fylgja í fótspor unnusta síns, Unnsteins Haraldar P. Ef þau ná bæði kjöri þá fær Haraldur loksins að skipa Linda fyrir verkum en ekki öfugt. Það yrði þó heldur vandræðalegt ef Linda kæmist inn en Haraldur ekki. Þá þyrftu þau að bjóða sig fram í Forestann á móti hvort öðru að ári.

Ólafur Hrafn galt afhroð í kosningunum til Framtíðarstjórnar í fyrra. Núna kemur hann tvíefldur og reynslunni ríkari til leiks. Ólafur Hrafn Steinarsson gerðist svo höfðingjalegur síðasta haust að persónulega niðurgreiða miðaverðið á leikritið Blinda Kindin sjálfur um heilar 400 krónur, en eins og allir vita fjölmenntu MR-ingar grimmt á þessa sýningu og komust færri að en vildu. Þetta mun án efa fleyta honum langt í kosningabaráttunni. Við skulum þó vona að þetta framboð sé ekki bara siðlaus tilraun til að tryggja sér sæti í Morfísliðinu að ári.

Sara Margrét Harðardóttir fékk góða auglýsingu í byrjun skólaárs. Þessi auglýsing tengdist félagsstörfum þó ekki neitt heldur umtöluðu glóðarauga sem hún hlaut frá háttsettum manni í skólapólitíkinni. Á einum degi varð Sara celeb innan skólans og nú nýtir hún sér þessa óvæntu frægð sína óspart í kosningabaráttunni.

Steinar Halldórsson hefur verið áberandi upp á síðkastið og þar ber helst að nefna drottningarviðtal við hann sem tók heila opnu í síðasta Loka. Steinar þykir nokkuð sigurstranglegur fyrir kosningarnar enda hefur hann einvala lið manna á bak við sig. Meðal þeirra má nefna: Hólmar Hólm Guðjónsson. Elías Rafn Heimisson og Hafstein Gunnar Hauksson. Verður sigurpartýið í ár haldið á Q-bar?

Una Björg Magnúsdóttir er án efa minnst þekktasti frambjóðandinn í ár. Það þarf hins vegar ekki að segja neitt um það hvernig kosningarnar fara því alltaf ræðst þetta á kosningabaráttunni (Nema þegar Gettu betur liðsmenn bjóða sig fram). Hver veit hvað Una getur gert svo lengi sem það verður ekki Arnars Tómasar standard á kosningabaráttunni hennar.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger