<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, April 06, 2005
 

Ættfróðir hafa eflaust glöggvað sig á því að í kjöri til inspectors er Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, barnabarn Gunnars Thoroddsens. Líkt og sagnfróðir muna var Gunnar Thoroddssen í forystu Sjálfstæðisflokksins lengi vel á síðustu öld og yngsti Íslendingur til að vera kosinn á Alþingi. Hafa menn því leitt að því líkur að með Gunnari yngri sé kominn fram á sjónarsviðið nýr erfðaprins Sjálfstæðisflokksins og herma heimildir innan Sjálfstæðisfélags suðvestur-kjördæmis að öfl innan flokksins bindi vonir sínar við hann. Sagan sýni að embætti inspectors er lykill að frekari frama. En hefur flokkurinn hönd í bagga í komandi kosningum?

"Svarið er hreint út nei," svaraði Gunnar og hló þegar varðhundur náði tali af honum fyrir framan stjórnarráðið, "maður hefur að sjálfsögðu lifað og hrærst í heimi pólitíkurinnar allt sitt líf en ég hef alltaf lagt áherslu á að vera ópólistískur í öllu sem ég geri. Kjósendur geta treyst því." Að því sögðu sté Gunnar upp í svarta glæsibifreið sem beið álengdar, "maður má hvergi stoppa!", og var horfinn á braut.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger