<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, April 05, 2005
 

“Spillingin blómstrar”, sagði Halla Oddný Magnúsdóttir, frambjóðandi í embætti Zéra Zkáldzkaparfélagsins, þegar varðhundur nálgaðist hana en hún telur sig hafa verið beitt órétti. “Framtíðarstjórnin reyndi að koma í veg fyrir framboð mitt með vélabrögðum skriffinnskunnar” segir hin unga baráttukona en ætlar hvergi að gefast upp, ”Ég lifi fyrir listina; ég dey fyrir listina,” tjáði hún varðhundi áður en hún skoppaði létt á tá í átt að Nýlistasafninu.

Nánar má lesa um málavöxtu á bloggi Höllu (svalla.blogspot.com) en í stuttu máli þá reyndi Framtíðarstjórn að ógilda framboð Höllu á þeim forsendum að það hefði ekki borist eftir “formlegum” boðleiðum. Taldi stjórnin önnur framboð en skrifleg, þ.e. með penna á blað, ógild, sem er á skjön við það sem t.d. gerist hjá Skólafélaginu. Er haft eftir forseta, Steindóri Grétari Jónssyni, "Því miður þá verða framboðin að berast skriflega og kannski hefði verið hægt að afsaka seinkunina ef þú hefðir komið með framboðið skriflega, en maður má nú ekki brjóta lög."

Vekur athygli að mótframbjóðandi Höllu í Zérann er Jón Benediktsson sem samkvæmt heimildum varðhunds er náinn samverkamaður sitjandi forseta, Steindórs Grétars. Vilja menn nátengdir Framtíðinni meina að þarna hafi stjórnin reynt að koma sínum manni að sjálfkjörnum með því að koma í veg fyrir framboð Höllu. Forseti segir að lögin megi ekki brjóta en kemst hann upp með að svínbeygja lögin eftir sínum smekk til að koma sínum manni að? Er í gildi pólitísk erfðaskrá ráðandi afla?
Þykir þetta minna á mál sem kom upp fyrir skemmstu á fréttastofu Útvarps.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger