<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, April 04, 2005
  Spilafélagið.

Það virðist vera mikil aðsókn í þetta vanmetna félag. Þrír flokkar keppa um hituna og að sjálfsögðu mun aðeins einn baða sig í sviðsljósinu á næsta vetri. Margir hafa fallið í þá gryfju að telja þetta litla félag auðvelda bakleið að embættismannastiganum en þar skjátlast þeim hraparlega. Spilaféalgið er gríðarlega tímafrekt og mun vafalaust mergsjúga allan frítíma stjórnarinnar.
Við skulum aðeins líta lög Spilafélagsins.

11.grein.
Spilafélagið
11.1
Félagsskapurinn nefnist Spilafélag
Framtíðarinnar.
11.2
Tilgangur Spilafélagsins er að gera meðlimi Framtíðarinnar að sem bestum
spilurum. Spilafélagið skal standa fyrir spilakvöldum minnst einu sinni í
mánuði
11.3 Fyrir
Spilafélaginu fer Ás Spilafélagsins. Stjórn Spilafélagsins samanstendur af Ási
Spilafélagsins auk tveggja meðstjórnenda

Það er greinilegt að næstu stjórnar bíður erfitt verkefni. Svo ekki sé minnst á það að þurfa að feta í fótspor fráfarandi stjórnar sem hefur sýnt gríðarlegan metnað í vetur. Það var ekki hægt að ganga um ganga skólans án þess að þessi ágæta stjórn bæri á mann gjafir svo sem veglega spilastokka.

Saga Spilafélagsins nær ekki langt en til eru munnlegar heimildir frá níunda áratug síðustu aldar að oft hafi nemendur komið saman og spilað Útvegsspilið eða Sambandsspilið. Hinar fyrstu rituðu heimildir eru frá tímum Stefáns Pálssonar eða um 1994. Þáverandi forseti ritaði þá þennan texta: "Nú höfum við spilað Yatzi/ Hlustum á skrats-ý." Síðan þá hafa verið haldnir góðir annálar yfir hina ýmsu starfssemi félagsins. Vilja margir t.d. meina að útihátíðin Uxi hafi verið á þess vegum. Merkismenn sem hafa verið í félagi þessu má nefna Helga Hrafn Guðmundsson og Friðrik Stein Friðriksson en sögur herma að aldrei hafi verið haldið eins veglegt spilakvöld og á stjórnartíð þeirra. Má nefna að hin fræga hipp-hopp sveit Jói Hamburger hafði boðað komu sína en gat því miður ekki látið sjá sig.

Flokkurinn Ísland

Elísabet Hugrún Georgsdóttir,

Hildur Kristin Stefánsdóttir 3.B,

Sigrún Hlín Sigurðardóttir 4.M
Þessar ungu stúlkur hafa boðað verndun íslenskra spila svo sem Krabbaspili og Leptu dauðann úr þessu spili. Enn fremur ætla þær að setja ýmsar hömlur á innflutt spil sem koma ekki frá Evrópu. Þegar Hundarnir geltu að þeim sögðu þær að spilið Catan væri í miklu eftirlæti. Þær snökkuðu ennfremur um dýrkun þeirra á hinum þjóðernissinnaða Klaus Toiber.

Hehe

Haukur Guðmundsson 5.Y
,
Kári Steinn Karlsson 5.Y,

Sindri Reyr Smárason 5.B
Ekki er mikið vitað um þennan hóp en þegar Hundarnir stukku að þeim var hlaupið í burtu. Því er hægt að segja að þeir væru góðir í að hlaupa frá skyldum sínum.

Svik og prettir


Sigurður Kjartan Kristinsson 3.C,

Gunnar Atli Thoroddsen 3.C,

Vilborg Ása Dýradóttir 3.B
Hundarnir hafa verið að snuðra og grófu upp ýmsan skít um þetta lið. Sigurður Kjartan, sem hefur starfað í auglýsinganefnd í vetur, er fastagestur á klámbúllunni Grand-Rokki. Þar hefur hann setið löngum við póker-sjálfsala. Hann er sagður vera með góða undirhönd. Þessi flokkur er sá eini sem hefur látið teikna mynd af sér.


Þetta virðist ætla að vera mikill slagur. Tvö framboð úr 3. bekk, því munu atkvæði líklegast dreifast. Við spáum styrjöld í 3.B þessa vikuna og ráðleggjum lesendum okkar að forðast heimastofu bekkajrins, stofu 3. 4. bekkur er óskrifað blað en líklegast mun Ísland græða á því að vera með einn innanbúðarmann þar. Það er greinilegt að Hehe muni sækja fylgi sitt í þennan árgang. Nú ríður á að vera vinsæll.

Það verður vafalaust mjög spennandi kosningar í Spilafélaginu. 4. bekkur er lykilinn að góðu kjöri hérna en mun slæm ímynd aðila skemma fyrir flokknum sínum? Við, Hundarnir, vonum að allir kjósi eftir bestu samviku í Spilafélagið.
-Friðrik Steinn Friðriksson

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger