<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, April 06, 2005
 

Sigurður Kjartan Kristinsson, fyrsti maður á lista Svika og Pretta, hefur sakað Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur, sem er í framboði fyrir Flokkinn Ísland (systurflokk hins ítalska Forza Italia) um blekkingarleik. Sigurður nálgaðist varðhund á förnum vegi. "Ég var bara hneykslaður þegar ég frétti þetta", sagði Sigurður og dróg seiminn, "samkvæmt mínum heimildum þá er Sigrún á leið til útlanda sem skiptinemi í haust". Samkvæmt umfjöllun Friðriks S. Friðrikssonar um Spilafélagið í fyrradag gæti seta Sigrúnar á lista skipt sköpum fyrir Flokkinn Ísland þar sem atkvæði 4. bekkjar gætu vegið þungt í kosningunum en framboðslistarnir slást nú um fylgi í 3.bekk skv. óformlegri skoðanakönnun. "Maður bara spyr sig," hélt Sigurður áfram, "hvort hún hafi í alvöru áhuga á Spilafélaginu eða hvort aðrar ástæður liggi að baki. Ég nefni ekkert í þessu samhengi en maður spyr sig."

Sigrún Hlín var ekki sátt við þetta útspil keppinautar síns, "Honum kemur þetta bara ekki við. Mér finnst að fólk ætti frekar að sjá eitthvað athugavert við framboð sem kallar sig Svik og pretti. Eitthvað dularfullt í gangi þar."

"Sigrún eða Sigurður? Þetta er allt sama tóbakið fyrir mér!" Tjáði Sindri Reyr Smárason, talsmaður Hjartanna varðhundi. "Bara tímaspursmál hvenær fólk áttar sig!" bætti hann við og tók bakföll af hlátri.

Í enn óútkomnum kosningavísi sem varðhundar komust yfir í vikunni gera framboðin nánari grein fyrir sér. Varðhundur rýndi í stefnumálin.
Hjörtun hyggjast hygla kjósendum, "þú mátt gera tvisvar í röð og vera suður" en eins og glöggir muna komst upp um vafasöm tengsl fimmta bekkjar við ónefnda aðila suður í Mexíkó á liðnum vetri.
Flokkurinn Ísland hinsvegar eru djarfari, "Við ... höfum mörg tromp á hendi og má þar helst nefna: stærsta ,,sjúga-blása” mót Íslandssögunnar" og vísa þar til leiks sem þótt hefur á mörkum velsæmis.
Svik og Prettir skafa ekkert utan af því, lofa þeim allra hörðustu að "sitja þó inn í rauða herberginu þar sem no-limit texas hold'em er spilaður undir dempuðum ljósum og reyk. Dramsýn? [sic (innsk. ritsj.)] Ekki lengur!" en stefna þeirra er að breyta Cösu í eitthvað siðspillingarbæli.
Er augljóst að loforð framboðanna höfða til lágkúru enda spilamennska löngum talin með böli líkt og áfengi og sígarettur. Það stefnir því í harða og tvísýna baráttu um Ásinn og spennandi tíma á næsta vetri.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger