<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, April 05, 2005
 

Saga Garðarsdóttir er ung stúlka á framabraut en henni var illa brugðið á mánudaginn þegar henni var tilkynnt að hún væri í framboði til íþróttaráðs, nauðug viljug! “Fölsuð undirskrift!” tjáði hún varðhundi í samtali, “Hann Gunni inspóbróðir og félagar fölsuðu undirskrift mína á framboðið. Hinir héldu að ég hefði samþykt allt! Ég hef svo þurft að standa í veseni til að láta taka mig af lista”. Sögu, 17 ára menntaskólamey, er alls ekki skemmt: “Mér líður skítugri!”

Athygli vekur að maðurinn sem stendur að þessu nauðungarframboði er Gunnar Kristjánsson en hann er eins og áður kom fram yngri bróðir sitjandi inspectors, Jóns Bjarna Kristjánssonar. Aðspurð um hverjar hún teldi ásetning Gunnars með framferði sínu var Saga ekki í vafa, “Til að fiska atkvæði á kvenmann.”

Er inspector að hylma yfir afbrot ættingja sinna? Hvað tefur mál Sögu í kerfinu? Varðhundar eru hneykslaðir yfir því hversu lágt menn leggjast á atkvæðaveiðum. Virðum leikreglur lýðræðisins – annars er því ráðinn endir!

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger