<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, April 05, 2005
  P I S T I L L

Hvað hefur orðið um Le Pre?

Þeir sem muna ef til vill þrjú ár aftur í tímann þá muna þeir þá daga þegar Le Pre var virtur af jafningjum og dáður af öllum hinum. Í aðdraganda kosninga slógust menn um embættið, hljópu í gönur og fólk spurði spennt: Hver verður næsti Le Pre?

Þeir dagar eru því miður liðnir og er sumum eftirsjá af þeim. Hvernig stendur á því að þetta embætti er nær komið út á jaðar skólalífsins þegar það áður stóð svo nærri hjarta þess. Eflaust er þróun undanfarinna ára um að kenna. Árið 2003 var jöfn og hörð barátta um embættið og féllu atkvæði svo sem jafnt á alla frambjóðendur. Sá sem náði þó kjöri byrjaði starfsárið svo um haustið með að ganga í skrokk á busalingum og sagði í kjölfarið af sér. Þá tóku hinir tveir frambjóðendurnir starfið að sér í bróðerni og deildu m.a. titlinum, Le og Pre. Það virtist þó svo að hvor um sig sinntu þau starfinu með hálfum huga og því þótti mörgum vanta eldmóðinn sem einkennt hafði róðrameistara MR-inga. Núverandi Le Pre, þrátt fyrir góðan ásetning, lét annan frama ganga fyrir auk þess sem að deilur milli nemendafélaga gerðu honum starfið síst auðveldara. Virðist því svo komið að allur móður sé úr MR-ingum sem þekkja lítið annað en staðgengla í fremstu röð á keppnum og spyrja: Le Pre? Hvað er það?

Það er bara einn maður sem getur breytt þessu og það er Le Pre. Aðeins einn maður hefur boðið sig fram til Le Pre og verður þar með að vera reiðubúinn til að axla þessa ábyrgð. Hefji hann Le Pre aftur til vegs og virðingar mun nafn hans lifa. Gætu það verið forlög?
Bragi Árnason, varðhundar hvetja þig til dáða - eða með öðrum orðum: Bíttu höfuðið af helvítis blökunni...

F. h. varðhunda,
Ásgeir Pétur Þorvaldsson. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger