<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, April 07, 2005
 

Maður er nefndur Gunnar Örn. Hann er þekktur sem kjaftaskur mikill á mokkasíum og sækist eftir kjöri til Framtíðarstjórnar. Er óhætt að segja að hann sé einn af umdeildari frambjóðendum. Varðhundur sló á þráðinn.

Varðhundur: Hver myndirðu telja vera helstu stefnumál þín?
Gunnar Örn: Nei, engin stefnumál, ég tel þau alveg óþarfi.
Varðhundur: Nú?
Gunnar Örn: Ég er með meiri kjörþokka en páfinn
Varðhundur: Hann er nú nýlátinn...
Gunnar Örn: Já, og milljónir flykkjast til að sjá hann! Dauðan! Þú getur þá rétt ímyndað þér vinsældir mínar.
Varðhundur: Er ekki svo að þú ætlir þér bara einn hlut og það er fast sæti í ræðuliðinu?
Gunnar Örn: Við þessu er stutt svar: Nei. Það er líka fullt af Pepsi í boði, lyklar að skrifstofunni og svona.
Varðhundur: Hyggstu mæta kjósendum á nokkurn hátt?
Gunnar Örn: Eg skal slétta á mér hárið. Er vilji kjósenda fyrir því? Ok, nái ég kjöri slétta ég á mér hárið...

Er einhver innistæða hjá Gunnari Erni? Verður næsta stjórn rúin trausti? Er vinsældaframboðið komið til að vera? Kjördagur er upp runninn.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger