<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, April 04, 2005
 

Margir ráku upp stór augun á göngunum í dag en flennistór áróðurspjöld með mynd af Benito Mussolini prýða nú helstu veggi skólans. Eru þetta auglýsingar fyrir framboð Magnúss nokkurs til Framtíðarstjórnar en engar aðrar upplýsingar eru gefnar upp hver þessi Magnús er. Virðist svo sem Magnús meti það svo að ímynd "il Duce" ein muni skila sér í atkvæðum. Vilja sumir heimildamenn Varðhunds meina að slíkt sé til marks um uppgang hjá hægri öfgamönnum. Einn viðmælandi Varðhunds sem ekki vildi láta nafns síns getið tjáði skelkaður, "Brátt verður ekki vært, þeir fara í hart!" og vísaði þar til nýstofnaðra stjórnmálasamtaka vinstrimanna sem hafa sótt í sig veðrið.

Hallast stjórnmálaskýrendur er Varðhundur ræddi við að því að hér sé á ferðinni Magnús Þorlákur Lúðvíksson, alræmdur pópúlisti, en heimildir herma að hann sé hallur undir alræðisstjórnarfar og sé flokkur hans tengdur stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Ekki fékkst þetta staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger