<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, April 08, 2005
 

Kjörstjórn þykir hafa farið offari nú sem endranær í nýafstöðnum kosningum. Hafa kjósendur kvartað yfir því að hafa verið niðurlægðir af starfsmönnum kjörfundar og þeir beittir óeðlilegum þrýstingi. Þá hafa borist fregnir af því að frambjóðendur stjórnvöldum ekki þóknanlegir hafi verið lamdir í plokkfisk af öryggissveitum. Enginn eftirlitsmaður á vegum ÖSE var viðstaddur en erlendir blaðamenn á staðnum hafa lýst kosningunum sem sirkus mannréttindabrota.

Áður en kjörfundi lauk var lýst yfir algjörum sigri ZANU-PF, flokks Roberts Mugabe, í kosningunum. Aðspurður kvaðst inspector scholae, Robert Mugabe, sáttur við úrslitin og Robert Mugabe, forseti Framtíðarinnar, tók í sama streng. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger