<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, April 04, 2005
  Kaþólikkar æfir

Kaþólski minnihlutinn í MR er æfur vegna auglýsingar sem birtist í Cösu Nova sem hluti af kosningaherferð Lenu Snorradóttur sem er í framboði til Framtíðarstjórnar. Hefur andliti Lenu verið smekklaust skeytt inn á mynd af Jóhannesi Páli páfa undir fyrirsögninni, "Lenu í páfann... eða bara Framtíðina?"


"Ótrúlegt! Að einhver skuli dirfast að sýna slíka óvirðingu. Það eru ekki liðnir tveir sólarhringar síðan maðurinn dó og þá sér maður þetta!", lét hneykslaður kaþólikki sem vildi ekki geta nafns í samtali við Varðhund. Er auðheyrt að kaþólikkar eru sármóðgaðir. "Já, ég frétti af þessu í dag. Það komu hérna nokkrir krakkar úr sókninni miður sín og sögðu mér frá þessu. Ég vona bara að sá sem standi að þessu dragi þetta aftur, þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur", sagði Séra Jurgen Jamin í Kristskirkju stuttu samtali.

Eftir ítrekaðar tilraunir náðist samband við Lenu Snorradóttur sem hafði ekki annað um málið að segja, "Auglýsingastofan sér um útlit kosningaauglýsinganna þú veist, þú verður að taka þetta upp við almannatengslafulltrúann minn eða eikkað, hann höndlar þessi mál". Ekki náðist í hann vegna málsins.

ÁPÞ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger