<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, April 04, 2005
  Fyrsti dagur kosningaviku - Svikalogn

Varðhundar sperra eyrun, hvað rumskar ró þeirra? Vorveðrið sem leikið hafði um feldinn reynist svikalogn- Framboð birtast eitt af öðru. Skrum og læti þá ekki langt undan. Stormur í aðsigi. Eins og klifurjurtir þær er hjúfra sig upp eftir trjástofnum og sjúga að lokum lífið úr, breiðist áróður jafnt og þétt upp eftir veggjum og göngum. Nemendur ganga með vitið í lúkunum. Allir lofa þeir dans á rósum en þyrnarnir leynast víða. Varðhundar munu stinga trýninu þar sem ljósið fer í leynum og róta í ranni frambjóðenda. Stefnuskráin stendur: "Vökul augu vor vaka yfir réttlæti nemenda. Hér verður gagnrýnni hugsun hampað til handa nemendum í valþröng."

Lesendur eru hvattir til að kynna sér eldri árganga vefritsins sér til glöggvunar og skerpingar hugans fyrir komandi átök.

Ásgeir Pétur Þorvaldsson, 6.M. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger