<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, April 05, 2005
 


Fyrr í dag gekk Inspector um ganga skólans. Sást til hans rífa niður auglýsingar frambjóðenda í hin ýmsu embætti. Reiðikastið byrjaði þegar hann frétti að Ásgeir Birkisson væri flúinn land eftir að hafa tæmt sjóði Skólafélagsins. Heyrst hefur að Ásgeir hafi fjárfest í húsbíl og sé nú í þessu skrifuðu orðum í Norrænu.
Við náðum tali af honum
Hundar: Jæja, Ásgeir Birkisson, hvað er næst?
Ásgeir: Ég hef í hyggju að ferðast um Evrópu síðan Asíu og loks ætla ég að enda í Höfðaborg.
H: Svo þetta verður einskonar Evrasíureisa hjá þér?
Á: Nei, ég ætla bara hérna að hlusta á köttinn minn
H: En af hverju ákvaðstu að taka allt þetta fé, Ásgeir?
Á: Það er trúnaðarmál og ég man ekki eftir að hafa talað við ykkur um neitt.

Eftir þetta lagði hann á.
Jón vildi ekki láta hafa neitt eftir sér en kallaði þó Ásgeir dólg.
Við, Hundarnir, hörmum það að Skólafélagið muni verða óstarfhæft á næsta ári.
-FSF
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger