Enn berast til eyrna varðhunda fregnir af tilraunum Framtíðarstjórnar til að kæfa framboð í fæðingu (sjá frétt hér að neðan "Framboð? Eða pólitísk ráðning?"). Samkvæmt heimildum varðhunda skiluðu þrír framboði í tölvupósti, þar á meðal Anna Katrín Sigfússdóttir, sem býður sig fram til Framtíðarstjórnar. Samkvæmt almannarógi voru í framhaldi reglur um framboð hertar og framfylgt af hörku að undirlagi Steindórs forseta, til að koma í veg fyrir samkeppni við Vöku, kærustuna hans.
Ef satt reynist ofbýður varðhundum slík vinnubrögð. Ætla sitjandi stjórnvöld sér að komast undan vilja kjósenda og tryggja pólitíska arftaka í sessi?