<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, April 06, 2005
 

Eftir að Oddur Þorri hafði gagnrýnt hundana á opinberum vettvangi og kallaði þá m.a.
hlutdræga þá vorum við ekki lengi að elta kauða uppi og gelta smá við hann.Þegar hundana bar að garði var Oddur Þorri klæddur appelsínugulum pallíettu kjól og skartaði
hann einhverri verstu hárkollu sem sést hefur. Með vissa vitneskju undir höndunum eltu
hundarnir hann auðveldlega uppi, því Oddur var í fáránlega háhæluðum skóm við kjólinn.Jæja, hefst þá pressuviðtalið.

Hundur: Hefur þú átt fundi með forseta Framtíðarinnar nýlega?
Oddur Þorri: Eeeeeeee...Ekki nýlega, nei.
Hundur: Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær.
Oddur Þorri: Iiiiiiii...Ég man nú ekki til þess. Man ekki nákvæmlega hvenær það var.
Hundur: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi.
Oddur Þorri: Það er bara trúnaðarmál.
Hundur: Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn, þrátt fyrir að þú neitir því. Oddur Þorri: Ja...ég neitaði því ekkert að hann hafi farið fram en, hérna, gef ekkert upp annað um það.
Hundur: Varstu ekki að neita því að fundurinn hafi verið haldinn?
Oddur Þorri: Fundurinn hefur verið haldinn en, hérna, hann var bara trúnaðarmál.
Hundur: Hver boðaði fundinn?
Oddur Þorri: Það var bara trúnaðarmál.
Hundur: Baðst þú um fund eða forseti Framtíðarinnar?
Oddur Þorri: Ummmmm, ammmm, nú man ég það ekki. Ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innanhúss.
Hundur: Hver var niðurstaðan á fundinum?
Oddur Þorri: Niðurstaðan á fundinum var bara að halda sínu striki og, Hérna, ég veit ekki
til að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki.
Hundur: Af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundur hefði verið haldinn?
Oddur Þorri: Iiiiii...Bíddu, hvað áttu við?
Hundur: Ég spurði hvort þið hafið átt fund í gær og þú sagðir nei.
Oddur Þorri: Ja, mmmmmm, aaaaaaa...mig minnti ekki hvenær fundurinn fór nákvæmlega fram.
Hundur: Hann var haldinn í gær.
Oddur Þorri: Jaaaaá. Þá var hann haldinn í gær.

Þegar hér var komið sögu hafði Oddur farið úr skónum sínum og hljóp af stað sem
óður væri frá hundunum.
Þarna stóðu hundarnir örlítið ráðvilltir en vissir um gæði fagfréttamennsku. Oddur Þorri er greinilega í einhverju mjög
furðulegu sambandi við Steindór forseta og ennfremur var hann með lélega
tilfinningu fyrir stíl.

-FSF

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger