<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 24, 2004
  Atli Freyr Steinþórsson - maður ástríðu og vinsælda

Margir þekkja Atla Frey. Hann hefur keppt í spurningakeppnum og er geysilega vinsæll á meðal 3. bekkinga. Hann er þekktur undir nafninu Atli „Bader-mænhoff“ hjá yngri bekkingum. Stelpur vilja hann og strákar vilja vera hann. Atli er eins konar holdgervingur hins sanna baráttujaxls - þess sem öll fræði eru viðkomandi. Atli er líka góð eftirherma og leikari - á myndinni fyrir ofan sést hann í gervi Hallgríms Helgasonar.

Það vita frambjóðendur að í gegnum Atla er hægt að raka inn atkvæðum. Hann er eins konar ávísun merkt handhafa sem allir berjast um. Margir hafa látið taka myndir af sér við hlið kappans og sumir hafa gengið svo langt að bjóða honum í ýmsar veislur og mannamót.

Er þetta ekki vafasamt? Gengdarlaust neimdroppið hefur a.m.k. hneykslað marga í 6. bekk. Einn viðmælandi Varðhunda sagði að lýðræðið í MR væri í vanda statt. „Svona gengur ekki á tímum sem við viljum kenna við réttlæti og jafnræði. Þetta minnir barasta á Sovét.“

En Varðhundar vilja opna þessa umræðu upp á gátt. Lesendur eru eindregið hvattir til þess að tjá sig um málið hér í kommentakerfinu.

HHG 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger